Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Tillaga til þingsályktunar

Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006 - 2007.

Á blaðsíðu 54 stendur eftirfarandi

Þótt frumorsök umferðarslysa sé í langflestum tilvikum tengd ökumanninum sjálfum er nauðsynlegt að gera samgöngumannvirki og umhverfi þeirra þannig úr garði að afleiðingar mistaka ökumanns verði sem minnstar. Í ljósi þess að á tímabilinu 2001-2004 varð þriðjungur banaslysa, tæp 60% slysa með miklum meiðslum og 2/3 hlutar slysa með litlum meiðslum á þjóðvegum í dreifbýli við útafakstur er lögð sérstök áhersla á úttekt og lagfæringar á umhverfi vega. Vegfarendur sem verða fyrir því óláni að aka út af vegi ættu ekki að þurfa að slasast, a.m.k. ekki alvarlega, að því gefnu að þeir hafi beltin spennt. Þar sem ekki dugir að fletja fláa, fylla í skurði og hreinsa stórgrýti meðfram vegum þarf að tryggja öryggi vegfarenda með uppsetningu vegriða eða öðrum aðgerðum.

Ég fagna, enda ljóst að skynsamar hugmyndir ættaðar úr búðum akstursíþróttamanna (sem er annt um öryggi sitt) rata inn í þessar tillögur. Það var mál til komið að við viðurkennum skynsemi hvar sem hún á rætur.


Handboltaáhugi

Það er augljóst að lögreglan á Akureyri horfði á leikinn :) og það er jú nauðsynlegt að hafa hljóðið hátt stillt þegar maður horfir á spennandi leik.
mbl.is Struku úr gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir frábæra skemmtun

Þetta var frábær skemmtun. Við erum stolt af strákunum, þvílíkur dugnaður. Þetta var heppnissigur hjá dönum, ég held að flestir geti verið sammál um það. Við vorum betri í handbolta en það er erfitt að lenda á móti liðið sem hefur slíkan markmann sem danir eiga. Ég hef fulla trú á að við sigrum Rússana, áfram Ísland.

p.s dönsku í þróttafréttamennirnir héldu ekki vatni, þeir felldu tár og góluðu af gleði :) það var nú eiginlega bara gaman að hlusta á það.


mbl.is Alfreð: „Stoltur af íslenska liðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðaaukning 80 í 120

Hún er merkileg skýring ökumannsins á hraðanum. Þarna er hámarkshraðinn 80 km/kls. Á þeim hraða fer bifreiðin um það bil 20 metra á hverri sekúndu. Ef gert er ráð fyrir að ökumaðurinn hafi verið í eðlilegum akstri í 5. gír á 80, og skýringin sannleikanum samkvæm, þá tekur það að lágmarki 10 sek að auka hraðann í 130 km/kls. Það er að segja ef bifreiðin er mjög aflmikil. Millistór fólksbíll með 120 hestafla vél er um það bil 15 sek að auka hraðann úr 80 í 120 í fimmta gír. En áfram með hugleiðinguna. Meðahraði bifreiðarinnar á meðan á hraðaaukningunni stóð er um 100 km /kls. það gera 25 metra á sekúndu. Á 10 sekúndum fór bifreiðin sem sagt 250 mertra og það á meðan ökumaðurinn var ekki að fylgjast með umferðinni því hann var að leita að símanum sínum. Niðurstaðan er því sú að hann ók fjórðung úr kílómetra án þess að horfa á veginn eða aðra umferð. Ætli það teljist ekki alvarlegra brot en að aka á 130?
mbl.is Steig óvart á bensíngjöfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IHF til vansa

Aðgengi trúrra stuðningsmann á leiki í HM er ótrúlega heft. Sú leið sem valin var við sölu miðanna hefur sýnt sig að hafa verið kolröng. Það gagnast ekki íþróttinni að stuðningsmenn liðanna fái ekki að vera meðal áhorfend, hvað væri þessi íþrótt fyrir tómum áhorfendapöllum? Nú er verð á miðum á svörtum markaði komið í 15.000 krónur og gróðinn fer ekki til íþróttarinnar heldur til einhverra sem nýta sér klúðrið hjá forustu íþróttarinnar. Því sáu menn þetta ekki fyrir, það er ekki eins og að þetta gerist nú í fyrsta sinn - miðar á svörtu?
mbl.is HM: Miðar á uppsprengdu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir ekki jafn vissir í dag

Það er ekki sama sigurvissan í dag og í gær. Þjálfari danska liðsins veit sínu viti og ber mikla virðingu fyrir okkur. danska

VIð höfum verið skemmtileg en við höfum einnig verið leiðinleg í okkar leik. Stuttir kafla þar sem við höfum hvað eftir annað misst boltan í hendur andstæðinganna hafa verið okkur dýrir. Ég trúi því hinsvegar að liðið haldi haus í þessum leik, að við eigum inni annan risaleik rétt eins og á móti Frökkum.


mbl.is Íslendingar með lakasta en skemmtilegasta liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er farið að fara um suma dani

Jú hann hrósar íslenska hópnum en hann segir orðrétt Island i kvartfinalen og udsigten til en eventuel semifinale mod enten Polen eller Rusland er perfekt set med danske øjne.

- Vi får i de næste mange årtier ikke en større chance for at nå en VM-finale - i hvert fald hvis man måler på modstanderne, siger Per Skaarup, som dog ikke føler sig sikker på, at det også ender på den måde.

Það er ljóst að honum finnst nóg um sigurvissu starfsbræðra sinna, og reynir því að ná löndum sínum niður á jörðina.


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppselt fyrir alla - nú er það svart

Það er víst bara svartamarkaðsbrask sem er málið núna, bæði fyrir okkur og Danina smá á dönsku
mbl.is Uppselt er á rimmu Íslendinga og Dana í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rusland eller Polen

Þetta er það sem Danir eru að velta fyrir sér núna. Það er að segja hvort það verði Rússland eða Pólland sem þeir mæta í undanúrslitum. Ísland er nánast ekki til í þeirra augum, leikurinn aðeins formsatriði.
mbl.is Snorri Steinn: Engin ávísun fyrir okkur í undanúrslit að mæta Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir eru ekki auðveld bráð

Ég bara verð að bregða útaf umferðaröryggissporinu eitt augnablik. Danskir íþróttafréttamenn og meðreiðarsveinar þeirra, sérfræðingarnir, eru búnir að sigra í leiknum við okkur Íslendinga. Þeir voru farnir að tala um okkur sem auðveldustu mótherjana strax þegar tíu mínútur voru eftir af leik þeirra í gærkvöldi. Hefðum ekki getað verið heppnari, við erum svo gott sem komin áfram í fjögurra liða úrslit, þetta heyrðist aftur og aftur.

Það er nánast ekkert fjallað um gengi Íslendinga í dönskum fjölmiðlum ef frá er talin frétt snemma í mótinu þar sem sagt var frá því að Ísland væri á leið út úr HM. Í undirmálsgrein var síðan sagt frá því að Frakkar hefðu tapað gegn okkur, ekki að við hefðum sigrað Frakka.

Dönsku markmennirnir hafa verið bestu menn liðsins, og einn gamall og frekar þungur (að sjá) leikmaður, Boldsen. Þá verðum við að gæta að Jensen, frekar flinkur handboltamaður. Jæja vonandi náum við nú góðum leik á morgun, það verður erfitt að leika við Danina í Hamborg, nær dönskum áhorfendum hefði danska liðið ekki getað leikið. Það verður ekki eitt sæti laust í höllinni þar.


mbl.is Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband