Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Misnotkun á orði

Það getur nú varla verið alvarlegt umferðaróhapp þegar enginn slasast. Það er nú líka merkilegt að þessi óhöpp virðast, samkvæmt fréttinni, ekki vera ökumönnum að kenna. Ökumaður með reynslu veit að ljós bifreiðar sem hann er að fara að mæta munu skerða sýn hans. Þessu ætti hann að bregðast við áður enn hann blindast.

Ef það næsta var hálkunni að kenna, því óku ekki allir hinir sem óku sama hála veg, á eitt eða annað. Það á að aka eftir aðstæðum.

Í því þriðja fór hjól undan bíl. Afhverju ætli það hafi gerst? Kannski ættu ökumann að ganga hringinn um bílinn annað slagið og kanna ástand hans. Öll þessi óhöpp virðast þessum ökumönnum að kenna, ekki einhverju eða einhverjum öðrum.


mbl.is Alvarleg umferðaróhöpp í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schumacher fékk ekki allt það afl sem mögulegt var

Takmarkanir á afli í öryggisskyni eru ekki eitthvað nýtt. Schumacher þurfti að sætta sig við að fá ekki allt það afl sem mögulegt var. Hann hóf líka feril sinn á mjög afllitlum bíl, bíl sem hæfði honum sem nýliða. Í HM í ralli eru líka takmarkanir á afli, hámark 300 hestöfl. Nýliði á Íslandi má samkvæmt nú gildandi reglum vera á 500 hestafla bíl, jafnvel meira. Það er rugl. Ef menn vilja leika sér á bílum þá eiga þeir að gera það í akstursíþróttum, skipulögðum keppnum, ekki á götunum innan um aðra vegfarendur.

Nýliðar eru á of aflmiklum bílum

Af þessu dæmi er augljóst að við verðum að breyta reglum. Nýliði í umferðinni sem hefur níu sinnum verið kærður fyrir of hraðan akstur og er nú tekin á 199 km/kls. er á of aflmiklum bíl. Það hefði átt að setja takmarkanir á það afl sem þessi nýliði hefði mátt hafa í bíl sínum strax. Það er glórulaust að nýliðar megi aka á 250 hestafla bílum og hvað þá meira. Sníðum stakk eftir vexti.
mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýliðar í umferðinni

Það eru um það bil 4.500 í hverjum árgangi Íslendinga 15 til 20 ára. Gera má ráð fyrir að flestir fá ökuréttindi. Það eru því um það bil 4.500 nýliðar í umferðinni á hverju ári. Því miður er það svo að flestir aka tiltölulega fá kílómetra áður en þeir fara út í umferðina. Því miður fer meginhluti námsins fram eftir að viðkomandi hefur öðlast ökuréttindi. Það vita þeir sem vilja, það tekur þúsundir kílómetra að ná mikill hæfni til þess að meta aðstæður rétt. Það eru þó til ráð sem ekki hafa litið dagsins ljós á Íslandi, ekki enn. Ef þú átt tvær mínútur, þá er smá hér.

Hrós til Lögreglunnar

Eftir lestur þessarar fréttar er nú ekki annað hægt en að hrósa lögreglunni fyrir hennar þátt í þessu.
mbl.is Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavik.is

Þetta er síða borgarinnar. Þarna er hægt að nálgast allt sem er í gangi á vegum borgarinnar. Slái maður inn í leitarreit orðið - umferðaröryggismál- þá kemur upp ein síða nýrri en frá árinu 2005. Á þeirri síðu er sagt frá áherslum einstakra ráða og nefnda. Það kemur líka fram að síðan er enn í vinnslu. Á siðunni er orðið sem leitað var eftir, - Umferðaröryggismál. - En ekkert meira um málefnið. Hvað ætli borgaryfirvöld meini með þessu. Er ekkert í gangi í þessum málaflokki hjá borginni? Ég minni á að meira en 90% umferðaróhappa í Reykjavík verða á öðrum götum en Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hringbraut.

Offjárfesting á einum stað

mun leiða til þess að öryggi á öðrum fjölförnum vegum mun verða ábótavant. Við þurfum ekki veg sem ber allt að 60.000 bíla á sólahring á milli Reykjavíkur og Selfoss. Núverandi umferð er um 6.000 bílar á sólahring og það er ekki þörf á tíföldun.
mbl.is Ekki eðlilegt að gefa yfirlýsingu um Suðurlandsveg strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háaleitisbrautin og Grensásvegur

Undan farin ár hafa gatnamót þessara tveggja gatna við Miklubraut verið verstu gatnamót í Reykjavík hvað varðar slys á fóki. Þessar upplýsingar er að finna hjá tryggingarfélögunum og eins hjá Vegagerðinni. Þrátt fyrir þetta hafa litlar sem engar lagfæringar farið þar fram. Að- og fráreinar eru þær verstu sem finna má í borginni og sú vitneskja er ekki ný. Í skýrslu frá árinu 1999 sem unnin var fyrir Vegagerðina var sérstaklega bent á meinbugi þeirra. Hvað veldur því að lítið sem ekkert er gert til að auka öryggi á þessum gatnamótum? Hver ætli geti svarað þeirri spurningu.

Hvað veldur?

Í Reykjavík búa um það bil 35% íbúa landsins. Í Reykjavík eru 56% allra umferðaróhappa á landinu. Hvað er að? Hver á að taka til í umferðarmálum í Reykjavík? Eru það kannski utanbæjarmenn sem eru að aka á Reykvíkinga aftur og aftur? Eða er það á hinnveginn? Hver ætli viti þetta?

Önnur staðreynd, meira en 90% umferðaróhappa í Reykjavík verða á öðrum götum en Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hringbraut. Hver á að taka til í Reykjavík?


Þetta er ljótt

Hér má sjá hvað gerist þegar flutningabifreið á 70 km/kls. lendir á kyrrstæðum fólksbifreiðum, mannlausum sem betur fer. FDM systursamtök FÍB
mbl.is Fjöldaárekstur í nágrenni Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband