Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Sökin liggur hjá yfirvöldum enn og aftur

Gatnamót að Hellisheiðarvirkjun! Því var þetta svæði ekki tengt við Þrengsla-slaufuna sem er ca jafn ný og þetta vinnusvæði? Það þurfa ekki að vera gatnamót á Vegi 1 á þessum stað. Það eiga ekki að vera gatanmót á þessum stað né uppi á heiðinni inn á vinnusvæðið.

mbl.is Umferðarslys á afleggjara að Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvernig er hægt að nýta þessa þekkingu?

Og hvað er að konum sem aka hratt? Hvað er dæmigert karlaumhverfi? Er orðið skegg „karlmannlegt“? Einna helst dettur manni í hug þegar maður sér þetta að það eru fleiri en einstaka íslenskir sálfræðingar sem eru smá klikk í kollinum.
mbl.is Hraði er karlmennskutákn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá mbl.is

Það er kærkomið að sjá fréttir af íslenskum akstursíþróttamanni hér á mbl.is. Vonandi gengur honum vel í næstu keppnum.

Það vekur hinsvegar undrun mína að lítið sem ekkert er fjallað um þátttöku Íslandsmeistarana í ralli í keppnum á Breetlandseyjum á þessu ári. Þar hafa Daníel og Ásta verið að ná góðum árangri, árangri sem þau og við getum verið stolt af. Mitt mat er að þau hafa verið að ná betri árangir en Jón Ingi og því undrar það mig að ekki skuli sagt frá þeirra árangri.

Þetta er gagnrýni á mbl,is en ekki á Jón Inga, bara svo það sé á hreinu.


mbl.is „Mjög sáttur eftir fyrstu keppnishelgi mína í alvöru kappakstri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með starfið

Nú er bara að standa sig. Ég mæti á leikinn í Parken og treysti á þig. Gangi þér vel.
mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40% banaslysa...

... í umferðinni má rekja til ölvunar eða annars vímuástands. Það er ekkert nema samtakamáttur þjóðarinnar sem getur stöðvað þessa vitleysu.

Ein samviskuspurning. Ekur þú eftir einn?


mbl.is Úti að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera við sektarfé?

McLaren will pay a sum ‘in excess of $50 million’ to the FIA in December, it was confirmed on Wednesday. McLaren were fined, and excluded from the 2007 constructors’ championship, after it was decided they had exploited confidential technical information obtained from Ferrari.

The FIA will use the money to establish the FIA Development Fund, which will assist National Sporting Authorities to promote the development of safer motor sport throughout the world. The new body will pay particular attention to countries where the motor sport infrastructure is in need of support.

Representatives from Mercedes and Ferrari have been invited by the World Motor Sport Council to join the board.

Hvernig ætli íslenska ríkið líti á sektir, sem tekjur?


Slapp naumlega er bremsurnar biluðu

Svona var og er fyrirsögnin. Hvað ætli hafi komið í ljós við skoðun á flakinu? Eru þetta stórhættulegir bílar eða var hann ekki bremsulaus? 

Getum lært

Þróunin er þveröfug í umferð á láði. Getum við lært eitthvað af fluginu? Hver ætli geti svarað því?
mbl.is Slysatíðni í þotuflugi fer ótvírætt lækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk að fara heim??????

„ en eftir athugun fékk ökumaður að fara heim ómeiddur“

Þetta er umhugsunarvert. Ef þessi sami hefði stofnað öðrum í viðlíka hættu með haglabyssu hefði hann þá ekki verið handtekinn og yfirheyrður? Hver er munurinn á að valda svona hættuástandi með einuoghálfu tonni af járnarusli eða með haglabyssu? Því er ekki tekið á þessu máli í samræmi við þá hættu sem ökumaðurinn (byssumaðurinn) var valdur að?


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bíll mengar minnst?

Sá sem er stopp og ekki í gangi. Af hverju þarf þá að borga fyrir bílastæði?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband