Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Er möguleiki á að þetta eigi sér eðlilegar skýringar?

Svona hljóma reglurnar:

6.5.4 No fuel on board the car may be more than ten degrees centigrade below ambient temperature.


6.5.5 The use of any device on board the car to decrease the temperature of the fuel is forbidden.

 

Úr því að dómarar refsuðu ekki í þessu tilfelli, virðis nokkuð ljóst að liðin héldu reglu 6.5.5. Hvort þessi kuldi á eldsneytinu á sér eðlilegar skýringar kemur væntanlega í ljós. Það að tvö lið mælast með of kalt bensín virkar á mig sem „ekki svindl, ekki viljandi“ og því munu þessi úrslit standa.

 

Annars var þetta algjör gargandi snilld. Það að Hamilton kom sér í þessa stöðu gerði það að verkum að áhorfendur fengu spennu adrenalín kikkið, og það meira að segja allan kappaksturinn.

 

Hér er slóð á regluna 


mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formúla 1

Þetta var gargandi snilld.

Skýrt er kveðið á um það í keppnisreglum...

...en hver eru viðurlögin? Það eru væntanlega ekki áhöld um það, bara hvort þeir brutu af sér eða ekki. Hvað segja reglurnar um viðurlögin?

mbl.is Hamilton talinn hafa brotið dekkjareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tollurinn

Nú er komið í ljós að nýjasti iPod-spilarinn frá Apple, sem er í raun lófatölva, verður flokkaður sem upptökutæki og  bera því há vörugjöld, annað en mörg önnur tæki bera nú til dags.

 Ég mótmæli hér með þessari gjaldtöku.

Sjá nánar hér 


Biðin langa II

Sjá hér

Áskorun!

Ég skora á ráðherra samgöngumála að sjá til þess að viðeigandi stofnun fari að ábendingu RNU. Samgönguráðherra til fróðleiks þá hefur það ekki verið gert hingað til, nema þegar það hefur ekki kostað mikið, og máli til komið að mark sé tekið á tillögum RNU. Á fjölmennum fundi fyrir nokkrum árum var Ágúst spurður hvort mark væri tekið á tillögum RNU. Svarið var stutt og skorinort: Þegar það kostar lítið, já, en ekki ef það kostar eitthvað að ráði.

ps. Eina raunhæfa lausnin á þessum gatnamótum er hringtorg, en það er bara mín skoðun.


mbl.is Lagt til að vegamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur texti

Making a habit of coming to rally in the UK is Daniel Sigurdarson. Rapidly familiarising himself to British forests, the recently crowned Icelandic Rally Champion could well have scored his first ever Evo Challenge podium result in Yorkshire had a rear suspension arm not broken. Always spectacular, he will be another to watch this weekend.

 

Meira hér


Gott og vel

Þetta eru ríflega 20 á dag. Ef lögreglan hefði ekki verið kölluð til aðstoðar í þessum tilfellum, þá hefði hin opinbera tala um fjölda umferðaróhappa verið sem nemur þessari tölu, LÆGRI. Það er nú svo að aðeins þau óhöpp sem rata inn á lögregluskýrslur eru opinberlega skráð sem umferðaróhöpp. Það má semsagt fækka umferðaróhöppum um 20 á dag einfaldlega með því að hætta að skrá þau. Auðvita á það sem hér er skrifað ekkert skylt með því sem verið er að tala um í fréttinni, en ég varð nú samt að koma þessu að. Sem dæmi um opinberar tölur og raunveruleikann má skoða árið 2003. Í gögnum hins opinbera slösuðust eða létust í umferðinni 1.244. Í raunveruleikanum slösuðust 2933 og þar af hlutu 613 varanlega örorku. Sjá hér
mbl.is Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

of fast að orði kveðið

Ég vil leyfa mér að segja að flestir hafa ekki skýrar vísindalegar upplýsingar um hvað er að gerast og hvað hefur verið að gerast hvað varðar þær fullyrðingar sem lúta að „af mannavöldum“. Misvitrir stjórnmálamenn hafa nýtt sér vanþekkingu og reynt af miklum móð að afla sér og sínum fylgis með fjálglegum fullyrðingum í þessum málum. Það hefur svo skekkt þá mynd sem almenningur er fær um að teikna fyrir sjálfan sig af raunveruleikanum í þessum málum. Vonandi mun Morgunblaðið láta staðreyndir tala í þessari umfjöllun frekar en upphrópanir.
mbl.is Hvað eruð þið að hugsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissir þú að ...

... hverju kílói sem við veiðum af þorski fylgir 1,7 kíló af Co2 útblæstri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband