Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Spurning

Hvaða mistök gerði Alonso? Þrír keppendur óku hraðar en Alonso og því varð hann fjórði. Hamilton ók hraðar í öllum svæðunum og það gerði Raikkonen einnig. Massa var á sama tíma í fyrsta svæði en ók hraðar í hinum tveimur. Skil ekki „mistökin“ hjá Alonso.
mbl.is Hamilton á ráspól í Kína en Alonso fjórði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nú er bara spurningin ...

...verður úr þessu ófriðarbál?
mbl.is Dr. Gunni fékk ekki boðskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

???

Hvaða reglur gilda um gögn sem dómarar og dómnefndir mega nota til þess að sakfella menn?

Og svo segir maður ekki „til falls“ heldur „að falli“ :)


mbl.is Verður myndband af YouTube Hamilton til falls?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarpið

Það er merkilegt skjal. Þar kemur þetta fram:

381 Rannsóknanefnd sjóslysa.

Framlög til nefndarinnar verður 38,2 m.kr. og hækkar um 1,3 m.kr. Allar breytingar á liðnum má rekja til launa- og verðlagsbreytinga.

481 Rannsóknarnefnd flugslysa.

Framlag til nefndarinnar verður 42,1 m.kr. og hækkar um 4,9 m.kr. að raungildi frá gildandi fjárlögum.

Rannsóknanefnd umferðarslysa 27,1 m.kr.

Hvar er þörfin mest í ljósi umfangs slysa? Ég er næstum orðlaus.


Klúður á báðum stöðum

Báðar stofnbrautirnar í norður frá Hafnarfirði eru klúður. Reykjanesbrautin með fimm ljósastýrðum gatanmótum frá Kaplakrika að Arnarnesvegi og Hafnarfjarðarvegur með þremur á um það bil kílómetra. Það er umhugsunarefni hvers vegna hægt var að byggja brú til að tengja Ikea og Bykó við umferðina en svo er allt í ljósum annarstaðar með tilheyrandi töfum og SLYSUM.

EN það er líka merkilegt að Lúðvík Geirsson bjóði fram teikningu af klúðurlegasta hringtorgi í heimi - þetta við Kaplakrika með auka inn/út rampi. Þar er verið að búa til svartan blett (flestir vita af þessu en samt er þetta látið óbreytt)

Annars eru þessar tvær stofnbrautir á ábyrgð Vegagerðarinnar, er það ekki?


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantrú á sannleiksgildi

Voðalega á ég bágt með að trúa því að ársgamall bíll á Íslandi verði bremsulaus með öllu. Ef satt reynist þá er þörf á rannsókn á samskonar bílum sem hafa verið fluttir inn. Það þarf eitthvað mjög mikið að hafa gerst til þess að allar bremsur verði óvirkar á nýjum bíl.
mbl.is Slapp naumlega er bremsurnar biluðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband