Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gott

    Það er gott að öryggi gangandi vegfarenda í Reykjavík er skárra en áður. Því miður á þessi skýrsla bara við um gangandi vegfarendur og bara í Reykjavík.

    Aðrir vegfarendur er enn í sömu hættu og áður og jafnvel meiri.

    Banaslysum hefur fjölgað og alvarlegum slysum hefur fjölgað þegar horft er til heildarinnar. Það þarf að lesa svona fréttir með varúð, því þessi frétt fjallar ekki um heildin, aðeins um lítin og sennilega minnkandi hluta umferðar.

    Það væri hins vegar gott ef þeir sem ábyrgðina bera, skoði árangur í þessum málaflokki, og hvort ekki megi yfirfæra aðferðina á aðrar tegundir umferðar í Reykjavík og víðar. 


mbl.is Alvarlegum slysum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur banaslysa af þeirra völdum

Það kemur fram á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í dag að helming banaslysa árin 2005 og 2006 í umferðinni megi rekja til ölvunaraksturs.

Því eru svona fréttir eintómur hryllingur í mínum huga. Ömurlegt.


mbl.is Ölvaðir bílstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflmiklir bílar og nýliðar

Hvaða rugl er það að nýliðar í umferðinni fái að aka svona aflmiklum bíl. Engum í fluginu dettur það í hug að  nýliði þar fái F15 orustuþotu til að æfa sig á, með orðunum, farðu varlega!

Ég er fylgjandi lækkun aldurs fyrir ökuleyfi en því verður að fylgja að skel hæfi kjafti. Afl, þyngd og stærð tækis á að takmarka fyrstu árin. Ég þekki einn fjögurra ára sem á rafbíl. Bíllinn hæfir honum og umhverfið sem hann má vera á bílnum, líka. Hann er ekki hættulegur á þessum bíl.

Ég skora á þingmenn að skoða mögulegar breytingar í þessa átt, helst strax. 


mbl.is Sautján ára á 212 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tafla, slasaðir og látnir á Íslandi 1998 til 2006


Fullyrðingar í Víkurfréttum

Í Víkurfréttum er sagt:

„Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa undandarin ár staðið fyrir miklum áróðri í umferðarmálum bæjarins. Umtalsverður árangur hefur náðst í að draga úr slysum, en slysum í bænum hefur fækkað um tæp 40% á nokkrum árum.“

Þetta kemur ekki heim og saman við tölur Umferðarstofu og nú spyr ég hver hefur rétt fyrir sér?

Þetta fer að minna á tíð Óla H. Þórðar í umferðarráði. Í formannstíð hans fjölgað slysum mikið en honum tókst ásamt meðreiðarsveinum, sínum að telja fólki trú um allt annað.

 


Leiðist þér?

53593Sjáðu þá þetta

Sniðugt

Snilld að endurnýta þessa frétt. Hún var líka birt á hinni vaktinni á mbl.is, þann 27 nóv. Þetta er líka góð frétt, má alveg birta hana aftur seinn.Smile
mbl.is Hringtorg í stað ljósa draga úr slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hvað verður miðað?

 Núverandi losun eða eitthvað annað?

 

Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík er helmingi minni nú en hún var árið 1990, þrátt fyrir tvöföldun í framleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu áls í Straumsvík er með því lægsta sem þekkist í heiminum.

 Svo segir á co2.is

 Og á vef FÍB kemur þetta fram:

Loftmengun frá bílum minnkar stöðugt. Ef borin er saman útblástursmengun frá nýjum bíl í dag og sambærilegs nýs bíls að afli og stærð fyrir 15 árum, þá eru skaðleg efni í útblæstri nútímabílsins aðeins um 1/12 þess sem gamli bíllinn gaf frá sér nýr.


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varlega nú

Sjá hér
mbl.is Hunang gefst vel gegn hósta hjá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin úrslit

Schumacher varð fyrstur í fyrr og 6. í seinni.  Lucas Di Grassi varð 5. í fyrri og sigraði í seinni. Samt vinnur Schumacher, skrítið.

mbl.is Schumacher óstöðvandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband