Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ókeypis fyrir Vestmannaeyjar

Ég nefndi Vestmannaeyjar í síðasta bloggi. Slysalausar Vestmannaeyjar. Ef allir í Eyjum leggjast á eitt þá er þetta hægt. Bæjarstjórn, íþróttafélögin, skátarnir, verkalýðsfélögin, verslunin, atvinnurekendur, kennarar, nemendur, börn, unglingar og síðast en ekki síst foreldrar setja sér það markmið að ekki verði umferðarslys í Eyjum. Samstarf þessara aðila getur komið því til leiðar. Svörtum blettum verður þá útrýmt, því með umræðu um slíka bletti þá koma fram lausnir. Bæjarstjórnin framkvæmir. Bæjarstjórnin býður öllum foreldrum unglinga á aldrinum 16 til 18 ára afnot af Sagabúnaðinum. Sá búnaður skráir akstur viðkomandi og foreldrar geta þá skoðað og leiðbeint, hjálpað og kennt. Allir verða sammála um að gangandi eigi að fara að umferðarreglum ekki bara ökumenn. Barþjónar minna menn á að ganga heim en ekki aka eftir einn. Sama gera gestgjafar á heimillum í og eftir veislur. Allir ræða það að vera til hjálpar fyrir náungan í umferðinni, gefa sénsinn, ekki taka alltaf réttinn. Saman er þetta hægt. Vestmannaeyjar segja bless við umferðarslysin. Aðrir geta svo lært af þeim.

180.000 ökumenn á Íslandi

Hvað ætli margir hafi alla tíð farið að umferðarlögum og reglum alltaf? Er einhver alsaklaus í umferðinni. Sumir aka of hægt aðrir of hratt. Margir ganga yfir gegn rauðu ljósi aðrir aka. Sumir aka ölvaðir, aðrir veikir og enn aðrir í lyfjavímu. Sumir aka undir áhrifum fíkniefna. Það þarf einhug til þess að koma þessum málum í það horf að slys verði ekki sjálfsögð í umferðinni. Ég hef trú á að í litlu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum megi ná þeim árangri að enginn slasist í umferðinni. Hver er þín trú? Er það ekki alveg gerlegt að ná þeim árangri í einu litlu bæjarfélagi? Ef allir leggjast á eitt þá er það hægt. Er það ekki? Og úr því að þetta er hægt í litlu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum er þetta þá ekki hægt í Grindavík líka? Jú það er hægt. Og líka í Reykjanesbæ og á Akureyri og á Húsavík. Já einmitt, þú ert að ná þessu. Úr því að þetta er hægt í hverju og einu bæjarfélagi þá verðu árangurinn sá að það sama gildir um Ísland allt. Ekki satt?
mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á breytingar

Það er ömurlegt að fólk skuli missa vinnuna, ég finn til með því fólki. En það er kominn tími til að við sættum okkur við að það er ekki hægt að bjóða upp á skíðasvæði þar sem ekki festir snjó. Ég er sjálfur skíðamaður og veit að það er skemmtilegt að renna sér á skíðum. Látum öðrum landshlutum það eftir að reka skíðasvæði á Íslandi.

Það þarf nú ekki að koma á óvart að ég nefni aksturssvæði Smile núna, er það nokkuð? Ég held að akstursskemmtisvæði við höfuðborgina væri mun hepplegri fjárfesting. Slíkt svæði væri opið allan ársins hring og við gætum með tíð og tíma eignast íþróttastjörnur á borð við Hakinen, bara ef við tökum skrefið. Ég hef líka fulla trú á að ungir krakkar geti nú alveg sætt sig við að fara á slíkt svæði í stað þess að fara á skíði. Leikur þar væri líka til þess fallinn að þroska og bæta ökumannseðlið í börnunum þannig að þau kæmu út í umferðina sem einstaklega góðir og löghlýðnir einstaklingar. 


mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að skila árangri

Smátt og smátt verður þetta til þess að allir ökumann verða vaknadi við aksturinn. Það eru nefnilega ekki bara ökufantarnir sem lenda í umferðaróhöppum. Slíkt hendir líka ósköp venjulegt fólk. Venjulega fólkið verður hinsvegar að fara að átta sig á því að þó það fái ekki refsingu fyrir að aka eftir einn þá er það lögbrot að gera slíkt. Því fleiri sem taka þá ákvörðun að aka aldrei eftir einn því nær færumst við slysalausri umferð.

 

38% banaslysa í umferðinni árið 2005 voru af völdum ölvunar.


mbl.is Ökumenn hægja á í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki

Það ætti að vera ljóst að það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki sem bíllinn er. Það gengur ekki lengur að skella bara höfðinu í vegginn og halda áfram að reyna að halda því fram að bíll sé ekki leiktæki. Hver kannast ekki við það að hafa leikið sér með bíl eða gefið bíl sem leikfang til litla frænda eða frænku. Við ölum börnin okkar upp við það að bíll sé leikfang. Við gefum þeim bíla sem leikföng allt frá fæðingu, og svo stækka leikföngin eftir því sem börnin stækka. En svo allt í einu eftir 16 til 17 ára uppeldi er sagt BÍLL ER EKKI LEIKFANG! Skíði og sund eru dæmi um íþróttir sem við höfum frekar ákveðið að kenna börnunum okkar að umgangast í stað þess að banna alltaf. Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki ég segi það aftur og aftur.
mbl.is Ofsaakstur ungra ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein í Morgunblaðinu eftir Brynjólf Mogensen

Ég hef margsagt að tölfræði varðandi umferðarslys er í ólestri á Íslandi. Í grein, 25. febrúar 2007 í Morgunblaðinu, eftir Brynjólf Mogensen, formann slysavarnaráðs, kemur fram að mjög hefur dregið úr innlögnum slasaðra úr umferðarslysum á síðustu 30 árum. Ég tek sérstaklega eftir tvennu. Í fyrsta lagi segir Brynjólfur í greininni að alvarlega slösuðum úr umferðarslysum hefur fækkað um helming. Hann vísar í súlurit sem fylgir. Það súlurit sýnir hinsvegar að innlögnum úr umferðarslysum hefur fækkað um helming á síðustu 30 árum. Í öðru lagi tek ég sérstaklega eftir að innlögnum stúlkubarna 0-4 ára hefur fækkað um 95%. En hvað er þetta súlurit að segja okkur? Að slösuðum hafi fækkað svona mikið? Eða er eitthvað annað hér á ferð? Það er ekki hægt að meta út frá súluritinu hvað hver súla á við. Súlan fyrir 0-4 ára stúlkubörn sýnir 95% en 95% af hverju? Af hverjum 1000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu eða af þeim innlögnum sem áttu sér stað? Það voru 10.432 stúlkubörn á þessum aldri árið 1976. Árið 2005 voru stúlkurnar 10.343 á sama svæði. Fjölgun íbúa á svæðinu er umtalsverð á þessu 30 ára tímabili, úr 118.728 árið 1976 í 191.431. Ef súluritið miðar við hlutfall af hverjum 1000 íbúum þá bendi ég á tölurnar og segi, stúlkunum hefur fækkað úr 8,8% í 5,4%. Í annan stað hefur orðið gríðarleg breyting á þekkingu lækna og hjúkrunarfólks á bráðadeildum, og þau tæki og tól sem starfsfólkið hefur í dag til þess að meta ástand sjúklings, valda því að mun nákvæmari greining er gerð við fyrstu skoðun. Þetta tvennt, menntun og tæki, gera læknum mun auðveldar fyrir að meta hvort þörf er á innlagningu eða ekki. Það hefur fækkað innlögnum til muna.

Hún er villandi sú mynd sem dregin er upp í þessari grein en ég styð heilshugar allt sem Brynjólfur segir um bætta vegi og umhverfi vega.

p.s. Í áttundu grein laga um Lýðheilsustöðina segir:
Slysavarnaráð. Hlutverk slysavarnaráðs er að stuðla að fækkun slysa. Ráðið skal sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti. Jafnframt skal ráðið hlutast til um úrvinnslu skráðra upplýsinga og birtingu þeirra. Ráðið mótar reglur um framkvæmd skráningar og aðgang að upplýsingum úr skránni. Samræmd slysaskrá skal varðveitt hjá landlækni. Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um skipan ráðsins og starfsemi þess.


12 ára á 100 kílómetra hraða

Tólf ára gömul stúlka var nýlega mæld á 100 kílómetra hraða. Engar ráðstafanir voru gerðar til að stöðva hana enda augljóst að hún hafði fulla stjórn á því sem hún var að gera. Hraðinn reyndist þó ekki nægur því hún hafnaði í öðru sæti að þessu sinni. Stúlkan hefur stundað skíðaíþróttina frá því að hún var þriggja ára. Mikið hefur verið gert til þess að hún og aðrir sem vilja stunda þessa íþrótt geti það. Kunnáttan mun nýtast henni um aldur og æfi, til ánægju og skemmtunar.

Þessi stúlka má ekki læra með leik að aka bíl. Engin akstursíþróttasvæði hafa verið byggð með sama hætti og skíðaíþróttasvæði hér á landi. Þó má auðveldlega leiða líkum að því að slíkur leikur skapi færni sem skilar sér í betri ökumönnum. Það er samt ekki alveg rétt sem ég er að segja hér. Í fjölskyldugarðinum eru bílar sem mjög ungir krakkar fá að aka í aðstæðum sem líkjast umferðinni. En það vantar framhaldið. Það er leikur að læra.


Íslandsmeistarinn í ralli 2006

Þessa stundina er Íslandsmeistarinn í ralli, Daníel Sigurðarson að keppa í ralli í Englandi. Það eru um það bil 100 keppendur í rallinu og eftir fyrstu tvær sérleiðirnar eru Daníel og Ísak Guðjónsson í 22. sæti 17,5 sek frá því fyrsta. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með þá er þetta slóðin þangað. http://rallyesunseeker.co.uk

Röng forgangsröðun

Það væri betra að vegur frá Nesti í Fossvogi framhjá eða undir Öskjuhlíð niður að Vatnsmýri kæmi á undan mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Það væri líka mikil búbót fyrir alla, ekki síst Reykjavík, að Kringlumýrarbraut færi í stokk frá Öskjuhlíð niður fyrir Laugarveg/Suðurlandsbraut. Þar með skapast talsvert byggingarsvæði sem er ákjósanlegt fyrir íbúðabyggð. En í forgang á að setja það að íbúar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði komist niður í miðborg Reykjavíkur án þess að fara um Miklubraut.
mbl.is Vilja að farið verði í vegaframkvæmdir fyrir 22 milljarða til ársins 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggan að standa sig

Lögreglan er að standa sig við að taka þá úr umferð sem ekkert hafa þar að gera. Hvað hafa margir verið teknir fyrir ölvunarakstur eða undir áhrifum lyfja eða vímuefna það sem af er ári? Næst ætti kannski að spyrja þá sem þetta lesa, hvað ætli margir hafi sloppið það sem af er ári? Þekkir þú einhvern?
mbl.is Fimm teknir fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband