Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Undarlegur fréttaflutningur

Það er alltaf merkilegt að lesa fréttir um umferðina í nágrenni Borgarness. Nú er það heldur glæfralega og einnig það að það skuli sérstaklega tekið fram að ekki hafi verið um ofsaakstur að ræða. Viðkomandi ökumaður var í því ástandi að hann var stórhættulegur sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Hvað er átt við með heldur glæfralega? Er það ekki glæfralegt að aka um í vímu? Hefði það verið í lagi ef það hefði ekki verið heldur glæfraleg bara glæfralega?
mbl.is Ók glæfralega undir áhrifum kannabisefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GPRS, Mbl og Vísir

Af og til nota ég fartölvuna mína til þess að fara á netið í gegnum farsímann minn. Til þess nýti ég mér GPRS. Það kostar um það bil 50 aura að sækja hvert kílóbæt og það væri svo sem í lagi ef ég stjórnaði sjálfur hvað er sótt. Nú nýlega tók mbl.is upp á því að þegar farið er í nánari fréttir af því sem á forsíðunni er þá fer sjálfkrafa í gang niðurhal á myndskeiði. Það er mikill gagnafluttningur og hann er dýr þegar hann fer fram í gegnum GPRS. Ég skora á Mbl.is og einnig Vísi.is að láta það okkur eftir að hefja slíkt niðurhal.

Ætli þetta komist til skila með því að blogga þetta hér. Ég er ekki viss en læt þetta samt flakka.


Reykjavík

Umferðaröryggismál . Ég rakst á þetta á vef borgarinnar núna rétt áðan. Lengra nær málið ekki.

Ég minni á

Á Landsfundi sjálfstæðisflokksins árið 2005 var þetta samþykkt.

Í samræmi við ályktun síðasta landsfundar hafa umferðarmál, og þar með umferðaröryggismál, verið færð til samgönguráðuneytis. Mikilvægt er að umferðaröryggi sé haft í huga á öllum stjórnsýslustigum, við framkvæmdir í vegakerfinu sem og við forgangsröðun verkefna.

Ég minni alla þá sjálfstæðismenn er sitja í borgar-, bæjar-, og sveitastjórnum að þið eruð þeir sem eigið að framfylgja landsfundarályktun sem þessari.


Er þetta nýtt orð

Handhelt. Hvað er það? Ég veit hvað skothelt er og líka hvað vatnshelt er, já og líka vindhelt, en handhelt það er eitthvað nýtt.
mbl.is Nýtt tæki til hraðamælinga bifreiða tekið í notkun í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök eða afleiðing

Undanfarna daga hefur fréttamönnum verði tíðrætt um ofsaakstur í eða við borgina. Í flestum tilvika voru ökumenn undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Í slíku ástandi meta menn ekki umhverfi sitt rétt. Í þessum tilvikum var ofsaaksturinn afleiðing ölvunar eða vímuástands og má ekki rugla við vísvitandi ofsaakstur. Slík umfjöllun skekkir sýn okkar á hvert vandamálið er í raun. Slík skekkja veldur því að við bregðumst ekki rétt við og því munu viðbrögðin ekki uppræta þetta vandamál.

Það er því miður þannig að mjög stór hluti alvarlegra umferðarslysa verða í tengslum við ölvun. Það á því að stefna að því að ekki verði hægt að aka bifreiðum nema ökumaðurinn geti sannað bílnum sínum að hann er ódrukkinn. Það þarf að vinnast með öðrum norðurlöndum og þaðan inn í Evrópusambandið og það á að skilda slíkan búnað í alla bíla eins fljótt og auðið er. Einnig á að setja refsimörkin við 0 prómil og uppræta þannig þá hugsun hjá mjög mörgum að það er í lagi að fá sér einn bjór eða eitt vínglas og aka svo.


Ekki vegrið

Girðingin þarna á milli er ekki vegrið. Það ætti hins vegar að vera vegrið þarna.
mbl.is Miklubraut lokað vegna áreksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Gott að hann var loks stöðvaður. Þetta er nú ekki best skrifaða frétt í heim :)
mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík

Ég hef oft sagt að bætt umferðaröryggi er pólitískt mál. Ég hef reynt að koma því til skila með margvíslegum hætti meðal annars með því að bjóða mig fram í prófkjöri. Mér var tilkynnt þá, af öðrum frambjóðanda, að umferðaröryggi væri EKKI pólitískt mál. Þrátt fyrir það þá er ég enn á þeirri skoðun að þetta er pólitískt mál. Það er pólitískt mál að ákveða að fé skuli lagt í nánasta umhverfi vega. Nánasta umhverfi vega ræður miklu um það hvernig fer, eftir að ökumaður hefur misst stjórn á ökutæki. Það vantar hinsvegar upp á að þeir sem ræða pólitík við pólitíkusa leggi það á sig að skoða hvað er hægt að gera og fá svo svör við því hvers vegna það er ekki gert.

Stór hluti alvarlegra slysa í umferðinni verður vegna þess að ökumenn sofna undir stýri. Það er til búnaður sem fylgist með því hvort ökumaður er að sofna. Hvers vegna er slíkur búnaður ekki skildaður í bíla? Það er hægt að setja lög sem krefjast þess að slíkur búnaður skuli vera í hverju þeim bíl sem fluttur er til landsins. Hvers vegna er það ekki gert?


Kemur okkur þetta við?

Getum við lagt eitthvað af mörkum, bæði hér heima og einnig sem þróunnaraðstoð? Klikkaðu á setninguna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband