Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ökuréttindi

Sá sem stenst ökupróf fær ökuréttindi. Sá sem ekki stenst prófið fær þau ekki. Það er ekki refsing. Ökumaður sem brýtur af sér og sýnir í verki að hann er ekki hæfur til þess að aka með okkur hinum er sviptur ökuréttindunum. Það er ekki refsing, viðkomandi hefur aðeins sýnt að hann er ekki hæfur til þess að vera með ökuréttindi. Í Svíþjóð er það þannig að sá er hefur verið sviptur réttindum vegna ölvunaraksturs getur öðlast réttindin fyrr en ella ef hann lætur setja búnað í bíl sinn sem hann þarf að blása í til staðfestingar að hann er edrú. Meira hér á danskri síðu

Lögreglan og umferðin

Ég fagna nýútkominni stefnumörkun lögreglunnar varðandi umferðina. Ég hef trú á að það sem á að gera muni bæta umferðarmenninguna á Íslandi og þar með draga úr slysum á fólki.

Stefnumörkunin


Ömurleg umfjöllun í Kastljósi

Hún var ömurleg umfjöllun Kastljóss í kvöld um áfengi og akstur. Stjórnanda þáttarins og spyrli í sjálfri umfjölluninni þótti þetta hin mesta skemmtun. Staðreyndir eru þó þær að um það bil tuttugu prósent banaslysa í umferðinni má rekja til ölvunar. Það kom margsinnis fram að það væri nú alveg í lagi að aka eftir einn, hér má þó undanskilja lögregluþjóninn. Það er BANNAÐ að aka eftir einn sopa hvort sem það er bjór eða eitthvað sterkara. Þannig eru lögin. Það er einnig ömurlegt að löggjafinn skuli ekki átta sig á því að með því að hafa refsimörkin við 0,5 prómill er verið að hvetja til aksturs þó óbeint sé. Ég vil nota tækifærið og skora á löggjafann að setja skýrar reglur þar sem miðað verður við 0 prómill. Stjórnendur Kastljóss ættu að skoða þessa umfjöllun sína í rólegheitum og með gagnrýnum augum. Vonandi verður umræða um umferðaröryggismál á hærra plani næst eins og oftast nær hjá Kastljósi.

Krampakast undir stýri

Ökumaður taldi sig hafa fengið krampakast undir stýri og því hafi farið sem fór. Á þessi maður að hafa ökuréttindi? Hver er ábyrgð hans sjálfs. Þetta lyf er merkt í sérlyfjaskrá með rauðum þríhyrningi og sá þríhyrningur stendur fyrir að maður á ekki að sjórna vélknúnu ökutæki eftir inntöku þess. Og hver er ábyrgð læknis? Það segir að vara beri sjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins. Þetta stendur í skjali sem hægt er að ná í á netinu um þetta lyf.

Ekki alvarlegar aukaverkanir
Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 af hverjum 10 sjúklingum):
Sefjun, syfja.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 10 af hverjum 100 sjúklingum):
Lystarstol, rugl, þunglyndi, ringlun, pirringur, minnkuð kynhvöt, sljóleiki sem líkist svefni, skortur á samhæfingu hreyfinga, jafnvægistruflun, truflun á samhæfingu, athyglisbrestur, svimi, talörðugleikar, höfuðverkur, aukin svefnþörf, minnistruflun, þokusýn, hægðatregða, munnþurrkur, ógleði, þreyta

Hver ber ábyrgð á þessum árekstri?

Um lyfið, hægt að sækja skjal á síðunni


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að aka undir áhrifum róandi lyfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kunna að keyra

Á ítalíu er verið að breyta gatnamótum í þúsundatali. Hringtorg taka nú við af krossgatnamótum og T-gatnamótum. Ástæðan er sú að Evrópusambandið er búið að komast að því að færri slasast í hringtorgum. Hins vegar er það ekki raunin á Ítalíu í dag. Þar kann enginn að aka um hringtorg. Það virðist ekki vera með í planinu að kenna fólki að nýta sér kosti torganna. Það leiðir hugann að því hve margir á Íslandi kunna ekki að fara eftir reglum. Á ljósastýrðum gatanmótum á ekki að fara yfir stöðvunarlínuna nema maður sjái fyrir að maður komist yfir. Á því er mikill misbrestur, jafnvel ökumenn stórra vörubifreiða og strætó virða ekki þessa reglu. Hve oft hefur þú ekki séð strætó loka gatnamótum af því að hann er bara í röðinni sem hefur myndast fyrir framan hann? Það vantar á að reglur og almenn hegðan í umferð er kynnt í fjölmiðlum og þá sérstaklega í sjónvarpi.

Það er gaman að vera til

Í dag eru 33 ár síðan ég fékk bílpróf. Á skíðum skemmti ég mér :):)

Hættulegt fyrir börnin okkar

Nýlega var birt í dönsku blaði úttekt á því hvar börnum er mest hætta búin. Þar kom fram að litlar plastsundlaugar úti í garði eru hættulegri en sjóböð, fall af skiptiborði eru ótrúlega algeng en hættulegasti staðurinn er inni í bíl. Ástæðan fyrir því er að fullorðna fólkið spennir beltin vitlaust á börnin. Það því miður mjög algengt og einnig að börnin færa beltin til á sér þannig að átakið verður rangt þegar óhapp verður. Það má lesa meira hér og allt á íslensku að sjálfsögðu :) Því má svo bæta við, úr því að það er föstudagur, að hættulegasti tíminn í umferðinni er síðdegis á föstudögum. Ég ætla að fara varlega í dag :)

Að aka eftir aðstæðum

Sem betur fer vernduðu bifreiðarnar þá sem í þeim voru. Ennnn!! Í rigningu er skyggni verra og á blautum vegi er stöðvunarvegalengd allt að tvöfalt lengri en á þurrum vegi. Það er ekki hægt að kenna því um núna frekar en áður, það er ökumannsins að breyta aðferð sinni við akstur og miða hann við aðstæður. Það er líka mikilvægt að rúður og þurrkublöð gegni sínu hlutverki svo og ljósabúnaður. Sá búnaður er á ábyrgð ökumanns einsog aksturinn þar með talið hvernig og hvar við stöðvum bifreiðina.
mbl.is Hörð aftanákeyrsla í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður umferðrráðs

Ég ætla að leyfa mér að fagna skipan Kjartans í formannssæti umferðarráðs. Ég ætla líka að skora á hann að líta á embættið eins og landsliðsþjálfari í handknattleik. Íslendingar vilja árangur í umferðaröryggismálum og þetta embætti á að vera eins og þjálfarstarfið. Árangur eða víkja ella úr starfi. Ég skora líka á Kjartan að koma skráningu óhappa og slasaðra í það horf að tölurnar verði marktækar eins og að var stefnt með Slysaskrá Íslands. Kjartan gangi þér vel, við erum öll í sama liði, og tilbúin að leggja hönd á plóginn.
mbl.is Veittar verða 218 milljónir í aukið umferðareftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi ábótavant

Óvarin djúp hola, full af vatni og rétt við þjóðveg, er ekki anda tillögu til þingsályktunar
mbl.is Bjargaði sér sjálf úr kafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband