Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Er hægt að tala um að slysum fækki?
1.2.2007 | 07:30
Við hvert slys hækkar talan. Slasaðir og látnir í umferðinni hafa ekki fyrningartíma. Það að enginn hafi látist í umferðinni í janúar 2007 eru góðar fréttir en ekki fækkun. Það kann að vera að einhverju finnist þetta vera neikvætt en það verður bara að hafa það. Það er alltaf erfitt að benda á hvers vegna eitthvað gerist ekki, meiri og betri vitund allra vegfarenda vegna þeirra umfjöllunar sem hefur verið um umferðaröryggismál kann að vera einn þátturinn. Annar þáttur er að færð var erfið í jánúar og það dregur úr hraða. Ég er ekki viss um að óhöpp í janúar hafi verið eitthvað færri en í meðalári, kannski frekar fleiri miðað við upptalningu í blöðum nánast á hverjum degi. Minni hraði og kannski færri ferðir vegna færðar kann að skýra útkomuna.
Alvarlegum slysum fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)