Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Misvitrir stjórnmálamenn

Gatnamót Miklubrautar og Kringlubýrarbrautar eru skástu gatnamót Miklubrautar. Önnur gatnamót á þessari götu er talsvert verri þegar slysin eru skoðuð. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn á Íslandi leggi svona mál í hendur fagmanna. Sjá hér grein eftir fagmann.
mbl.is Miklabrautin í stokk á þessu kjörtímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefðu þig fram

Ég skora á þig að gefa sig fram og afsanna tilgátu mína um að þú hafir verið drukkinn undir stýri. Til þess þarftu að gefa þig fram núna. Það er of seint á morgun.
mbl.is Ók á 8 ára dreng og fór af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin raunverulega ógn

Þetta er ógnin. Þegar okkur hefur tekist að koma í veg fyrir þennan vímuakstur þá getum við snúið okkur að næsta máli. Stöðvum þessa vitleysu og 50 prósent alvarlegra slysa í leiðinni.
mbl.is 14 ökumenn teknir undir áhrifum áfengis og lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörgárdalur

Ég finn til í hjarta mínu. Ég votta aðstandendum samúð mína.

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.


Árnessýsla

Saga Árnessýslu í umferðarslysamálum er þyrnum stráð. Engin sýsla á Íslandi krefst jafn mikilla fórna í umferðinni. Samantekt frá árunum 1998 til 2005 sýnir það. Á þessu tímabili létust 19, 170 slösuðust alvarlega og 706 minniháttar. Sú sýsla sem kemst næst er Mýra- og Borgarfjarðasýsla með 14 látna 61 alvarlega slasaða og 399 með minni áverka. Þessar tölur eru úr skýrslum Umferðarstofu.

 

Hér eru tölurnar, vonandi er hægt að lesa úr þessu. 

  •     Látnir    Alvarlega    Lítið
    Reykjavík    21    377    3876
    Seltjarnarnes    0    3    27
    Kópavogur    7    71    598
    Garðabær    2    51    300
    Hafnarfjörður    4    74    553
    Reykjanesbær    3    25    283
    Gullbringusýsla    16    61    298
    Keflavíkurflugvöllur    0    0    47
    Grindavík    4    10    53
    Mosfellsbær    9    27    198
    Akranes    3    2    74
    Mýra- og Borgarfjarðarsýsla    14    61    399
    Snæf. og Hnappad.sýsla    5    25    202
    Dalasýsla    1    9    53
    Ísafjörður    0    8    46
    Ísafjarðarsýsla    6    16    84
    Bolungarvík    0    2    17
    Barðastrandarsýsla    3    4    34
    Strandasýsla    2    11    37
    Húnavatnssýsla    8    46    169
    Skagafj.sýsla    10    26    111
    Siglufjörður    1    2    10
    Akureyri    3    38    415
    Eyjafjarðarsýsla    17    44    219
    Dalvík    0    6    40
    Ólafsfjörður    0    0    19
    Húsavík    0    1    22
    Þingeyjarsýsla    9    35    129
    Suður-Múlasýsla    8    26    137
    Norður-Múlasýsla    3    15    74
    Neskaupstaður    0    5    28
    A-Skaftafellssýsla    4    5    63
    Árnessýsla    19    170    706
    Rangárvallasýsla    11    48    182
    V-Skaftafellssýsla    2    20    62
    Vestmannaeyjar    3    6    65
    Alls á landinu öllu    198    1330    9630
    Höfuðborgarsvæðið    59    664    5850

mbl.is Bílvelta í Kömbunum; önnur við Litlu kaffistofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin og bíllinn

Bílar eru byggðir utan um fólk. Ef beltin eru notuð stóraukast líkur á því að bíllinn verndi mann í svona tilfellum. En því aðeins ef beltin eru notuð.
mbl.is Bíllinn fór fjórar veltur en ökumann sakaði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Radarvari, hvernig hægt er að nýta slík tæki

Radar er tæki sem sér það sem endurkastar geisla hans. Radar sendir frá sér geisla, speglarinn varpar honum til baka og radarinn skynjar fjarlægð, hraða og stefnu. Til þess að radar sjá eitthvað sem er í 1000 metra fjarlægð þá þarf radarinn að hafa drægni upp á 2000 metra. Það er vegna þess að geislinn þarf að fara fram og til baka, samtals 2000 metra. Það gerir það að verkum að geisli radars sést án þess að radar fái um það boð til baka, í fjarlægðinni 1001 til 2000 metra. Þannig getur sá sem er með radarvara séð radar áður en hann lendir í því svæði sem radarinn sér hann. Ég legg til að við nýtum okkur þessa radarvara. Við ættum að setja upp tæki sem lýkja eftir radarmælingum viðsvegar í vegakerfinu og plata alla þá sem eru með radarvara í bílum sínum með því. Þeir halda þá að mæling sé í gangi og aka með árverkni.

Hvað getur maður sagt

Getur hver sem er fengið ökuréttindi? Þarf ekki að vera með smá vit í kollinum til þess að ná þessu prófi?
mbl.is Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 ára afmæli

Í dag eru liðin 19 ár síðan ný umferðarlög tóku gildi á Íslandi. Notkun bílbelta var skilduð með þeim lögum. Beltin bjarga það vita margir af eigin raun. Fáir muna það að þennan dag voru sett lög sem hafa bjargað mannslífum á Íslandi. Flestir muna bara að bjórinn var leyfður þennan sama mánaðardag, 1. mars. Hvað ætli áfengi hafi drepið marga í umferðinni? Hver verður næstur? Ekur þú eftir einn bjór? Þetta er tilvalin dagur til að heita því að gera það aldrei aftur. Vertu með.

Þórunnarstræti!

Árekstrar eru tíðir á þessum gatnamótum. Þórunnarstræti er með miklum halla, halla sem er langt yfir því sem ásættanlegt er við gatnamót. Ábyrgð árekstra í þessum enda Þórunnarstrætis er er yfirvalda. Það verður að gera lagfæringar þarna og það strax. Það gengur ekki að ómögulegir vegir fái að vera óbreyttir sama á hverju gengur. Bæjarstjórn Akureyrar og Vegagerðin verða að bregðast við.
mbl.is Harður árekstur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband