Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Einelti

Þetta jaðrar nú við einelti, allar þessar bloggfærlsur. En gott að þetta var bara tré.
mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun!

Ég skora hér með á stjórnendur bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að ganga til liðs við þá aðila sem nú þegar hafa hafið framkvæmdir við byggingu akstursíþróttasvæðis á Suðurnesjum. Í ljósi þess að Björn Ingi, formaður borgarráðs og varaforseti borgarstjórnar, hefur sagst vilja snúa vörn í sókn fyrir hönd skíðafólks á Íslandi, tel ég eðlilegt að slíkt hið sama verði gert fyrir alla þá sem vilja stunda akstursíþróttir.

Þeir eru margir sem eiga í dag sportbíla, fólk á öllum aldri og báðum kynjum, sem hafa enga aðstöðu til þess að leika sér á þeim tækjum. Það veldur því að þeir stelast til þess að leika sér á almennum vegum með tilheyrandi hættu. Það er kominn tími á aðgerðir.

Virðingarfyllst

Birgir Þór Bragason


Eðlileg krafa

Ég fer fram á að allir þeir sem vilja stunda leik á bílum fái sömu meðhöndlun, Björn Ingi. Það er fjöldinn allur sem vill leika sér á bílum en þið virðist skella skollaeyrum við óskum þeirra. Nú verða menn að sýna að jafnrétti er krafan í dag. Vilt þú jafnrétti Björn Ingi? Líka á milli mismunandi hópa?
mbl.is Kanna á möguleika á snjóframleiðslu í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálar löggur

Þetta er hálkudjók ársins, ég minni á beltin i leiðinni. LoL
mbl.is Fleygðu flatskjá í gegnum rúðu í Bræðrunum Ormsson til að komast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjur af umferð

Í árslok 2005 voru 124.000 fólksbifreiðar skráðar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur ríkis af hverjum lítra eldsneytis eru um það bil 65 krónur. Að því gefnu að 1000 lítrar hafi verið settir á hvern þessara bíla á árinu, þá voru tekjur ríkis af þessum bílum 8,06 milljarðar. Þetta er nú sennilega vanáætlað hjá mér, tekjurnar eru sennilega talsvert meiri. Ég held að það sé ekki óraunhæf krafa íbúa á svæðinu að þessi upphæð renni til vegamála á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári.

Fróðlegt að sjá

Nú verður fróðlegt að sjá hvort skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu leggja norðanmönnum lið við mótshaldið. Ég sé fyrir mér að það þurfi meiri tækjabúnað en norðanmenn hafa yfir að ráða og því verður fróðlegt að sjá hvort sunnanmenn muni lána tæki eins og troðara, á meðan á mótinu stendur.
mbl.is Skíðamót Íslands verður í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsverkefni

 Ég ætla að endurbirt hér blog frá því 8. nov. 2005. Það geri ég vegna þeirrar umræðu sem er varðandi Miklubraut, Hlíðarfót og göng undir Öskjuhlíð

 Það verður að byrja á tengingu í suður frá miðborginni, annað er ávísun á risaklúður.

 

Hér er það gamla 

Vegna stærðar Reykjavíkur skiptir vinnumarkaðurinn þar gríðarlega miklu máli fyrir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sækja rúmlega 77% Seltirninga vinnu til Reykjavíkur, rúmlega 70% Kópavogsbúa, yfir 60% íbúa í Garðabæ, Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi og tæplega 47% Hafnfirðinga.

Íbúar á svæðinu öllu eru 184.101 og störfum á svæðinu í heild, að hlutastörfum meðtöldum, fjölgaði úr tæplega 148 þúsund í tæplega 160 þúsund frá 1998 til 2000 eða um u.þ.b. 4000 á ári að meðaltali. Mest fjölgaði störfunum hjá reykvískum fyrirtækjum og stofnunum eða um 8.400. Næstmest fjölgun starfa varð í Hafnarfirði eða um 2.000. Þá kemur Kópavogur með rúmlega 1.000 ný störf.

Þar að auki sækja 10% Reykvíkinga vinnu til annarra sveitarfélaga. Af þeim sem vinna hjá fyrirtækjum og stofnunum í Kópavogi eru um 40% Reykvíkingar. Reykvíkingar eru rúmlega helmingur vinnuafls á Seltjarnarnesi, kringum þriðjungur í Garðabæ og Mosfellsbæ og ríflega fimmtungur í Hafnarfirði.

Stofnbrautir á svæðinu þurfa að anna þeirri umferð sem af þessu leiðir. Það er hlutverk borgaryfirvalda og bæjarstjórna á svæðinu að skipuleggja þær. Þeirri vinnu verður að hraða. Það eru 120.865 fólksbifreiðar á þessu svæði, bifreiðar sem íbúarnir nota til að sækja vinnu innan og á milli sveitarfélaga.


Spurning

Hví ekki að bjóða svona mönnum að fá að halda ökuréttindum að því tilskyldu að þeir láti setja Sagabúnað í bílinn. Búnaðurinn er svarti kassinn fyrir bíla. Einu sinni í viku þarf svo viðkomandi að mæta með kassann til aflestrar hjá viðeigandi embætti og þá sést hvernig aksturinn var. Brjóti hann af sér þá skal hann borga sekt.

Gott væri nú ef sveitarfélögin byðu foreldrum allra á aldrinum 16 til 18 ára slíkan búnað til afnota. Slíkur búnaður væri kærkomin foreldrum til þess að átta sig á akstursvenjum barna sinna.


mbl.is Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er talan rétt?

Er þessi tala 33 prósent aukning rétt? Ef svo er þá fjölgaði annarstaðar á landinu mjög mikið. Samantekt í grein hér 
mbl.is „Sláandi“ framtíðarsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálkan

Afhverju misstu ekki allir hinir ökumennirnir líka stjórnina vegna hálku. Getur verið að hálka hefi ekki verið orsakaveldurinn? 
mbl.is Missti stjórn á bíl vegna hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband