Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Eru íþróttir misgöfugar?

Um næstu helgi mun Íslandsmeistarinn í rall 2006, Daníel Sigurðarson, keppa í íþrótt sinni á Bretlandseyjum. Það verðu hans önnur keppni á árinu þar í landi en með honum er Ísak Guðjónsson aðstoðarökumaður. Litlar sem engar fréttir rötuðu í íþróttafréttir á Íslandi síðast, spurning hvað gerist núna. Það hefur oft vakið furðu mína hve lítill áhugi er hjá íþróttafréttamönnum þegar kemur að íslenskum akstursíþróttum. VIð sigruðum í heimsbikarkeppnum í torfæru árið 2006 í báðum flokkum og að auki varð Gísli Gunnar Jónsson Norðulandameistar með milkum glæsibrag. Lítið sem ekkert rataði þó í íþróttafréttir á klakanum. Hvað veldur?

Hvað læra má

Það eru nokkur ár síðan Formúla 1 fann lausn á þessu vandamáli. Tankar eru þar þannig úr garði gerðir að eldsneyti kemst ekki út þó óhapp verði. Er ekki rétt að kanna hvort ekki eigi að krefjast þess sama þegar svona tæki eru notuð á viðkvæmum svæðum. Það má alltaf læra og gera betur.
mbl.is Vörubíll valt í Heiðmörk; um 300 lítrar af dísilolíu láku úr tanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkvit

Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem ætla að laga til á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi ekki verkvit. Það fer gríðarlegur fjöldi um þessi gatnamót og það verður erfitt að gera þær breytingar sem menn vilja og viðhalda afkastagetu gatnamótanna á sama tíma. Það er viturlegt að minnka álagið þar áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrsta skrefið í því er að opna fyrir umferð að miðborginni úr suðri.. Því er það held ég viturlegt að byrja á göngum undir Öskjuhlíð frá Nesti í Fossvogi niður í Vatnsmýri eða í það minnst að komandi samgöngumiðstöð.

Merkilegt

Jeppabifreið sem ók upp Draugahlíð fór útaf efst í brekkunni og endaði á hvolfi. Einn var í bílnum og slapp ómeiddur. Ætli hann hafi verið farþegi í bílnum sem ók upp hlíðina?
mbl.is Bíll valt í Svínahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölvunarakstur

Það er mál að linni. Það verða allir að taka höndum saman og hætta að keyra eftir einn. Hver og einn ætti að líta í eign barm. Það er of algengt að fólk aki eftir eitt vínglas eða einn bjór. Þekkir þú einhvern sem ekur eftir einn? Ræddu málið við viðkomandi, jafnvel bara fyrir framan spegil.
mbl.is Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir bílar

Ljósastýrð gatanmót og vinstri beygja = vond blanda. Sem betur fer bjarga beltin og vel útbúnir bílar í svona tilfellum. Gott að ekki fór verr.
mbl.is Harður árekstur þriggja bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmar Árnason og umferð

Mikið er nú gott að þingmenn eru vitrir. Þeir hafa aftur og aftur hafnað tillögu Hjálmars Árnasonar um að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi. Húrra fyrir þingheimi. Hjálmar Árnason var í stuttu viðtali á Bylgjunni í gær og kom þar rækilega upp um sig. Hann talaði um hægri beygju af Bústaðavegi inn á Kringlumýrarbraut í suður. Hann ber greinilega lítið skynbragð á umferð og umferðarmannvirki því hann gerir sér ekki grein fyrir að þessi akrein sem ekið er inn á er þriðja akrein brautarinnar og er þar af leiðandi ekki aðrein, heldur akrein. Mikið er nú gott að hann ætlar að hætta þingmennsku.

 

Afhverju á ekki að leyfa svona hægri beygju 


Nei þetta kemur ekki á óvart

Blogg frá því í janúar
mbl.is Þrír slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira fé

Sagt er frá því á ruv.is að einum milljarði verið varið aukalega tli framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur ekki fram hvenær þessi milljarður verður aðgengilegur. Er þetta einn milljarður á næstu 12 árum eða er þetta til ráðstöfunar á þessu ári? Hvað á að gera fyrir þennan milljarð? Mesta þörfin er að minnka álagið á Kringlumýrarbraut og Miklubraut og það verður aðeins gert með því að opna leið fyrir umferð að miðborginni úr suðri. 

íþróttasvæði

Hvenær kemur röðin að akstursíþróttum?
mbl.is Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband