Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Daníel og Ísak keppa í Skotlandi núna

Íslandsmeistarinn í ralli Daníel Sigurðarson er að keppa í ralli í Skotlandi í dag. Með honum er Ísak Guðjónsson og hægt er að fylgjast með tímum þeirra hér

Lögbrot

Það er alveg merkilegt að ekki skuli vera búið að færa refsimörkin þannig að þetta lögbrot sé refsivert. Þeir sem aka eftir einn munu næst aka eftir tvo og svo koll af kolli. Að lokum mun þeir limlesta einhvern með því háttalagi. Að aka eftir einn er lögbrot og í raun fáviska.
mbl.is Eftirlit með ölvunarakstri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós á 288

Stjórnvöld í vestrænum ríkjum láta ekki undan hryðjuverkamönnum. Akstursíþróttamenn, þetta er ekki leiðin.

Ef einhver heldur að þetta sé einsdæmi og ef einhver heldur að þetta gerist bara á mótorhjólum, þá veður sá villu. Svona akstur hefur verið til staðar á þjóðvegum landsins í mörg ár. Það eru bara tvær leiðir til að stöðva þetta. Banna sölu, byggingu og notkun þeirra tækja sem komast yfir 140 eða koma upp aðstöðu fyrir þessi leiktæki. Ég endurtek áskorun mína til stjórnmálamanna að leggja þeim lið sem nú hafa hafið byggingu slíkrar aðstöðu á Suðurnesjum. Síðan ég fékk bílpróf árið 1974 hef ég fylgst með akstursíþróttum, fyrsta rallið var haldið af FÍB árið 1975. Síðan þá hefur milljörðum verið varið til að byggja upp aðstöðu fyrir skíðamenn, fótboltamenn, sundmenn og þannig má lengi telja, en akstursíþróttamenn hafa ekki fengið nema hornauga. Ég vona að menn átti sig á að hryðjuverkamennirnir eru örfáir og það má ekki refsa öllum hinum sem vilja stunda þessa íþrótt vegna þeirra.


mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig reikna menn?

Hvernig fá menn það út að á Íslandi hafi 8,6 látist í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Það létust 31 í umferðinni og við erum um það bil 300.000. Og hvernig fá menn það út að 7,8 hafi farist í Danmörku á hverja 100.000 íbúa? Þar létust 298 á árinu 2006 og danir eru um það bil 5.300.000. Ég skil ekki þessar útkomur, og legg til að menn reikni aftur. Samkvæmt mínum heimildum kom ölvun við sögu í 10 tilfellum og vímuástand vegna fíkniefna í einu. Í sjö þessara tilfella vímuástands var ofsaakstur afleiðing þess ástands og með hörumlegum afleiðingum. Þá standa eftir fjögur tilfelli ofsaaksturs. Hvert á að beina spjótunum, að ölvun eða ofsaakstri? Auðvita væri gott að hvortveggja heyrði sögunni til, en ölvun er miklu stærra í þessu máli.

 

Danmörk

Úps, ég las ekki fréttina orð fyrir orð. Mér varð það á að horfa eingöngu til ársins 2006 en ekki til tímabilsins 1997 til 2006. Ég biðst velvirðingar á því. 


mbl.is Gríðarleg fjölgun banaslysa í umferðinni í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er framhaldið?

Afhverju varð þessi árekstur? Urðu slys á fólki? Komu bifreiðarnar úr gagnstæðum áttum?
mbl.is Harður árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er broslegt?

Í yfirliti frétta á Bylgjunni klukkan 07.30 í morgun þótti fréttamanni það broslegt að ölvaðir ökumenn lentu í umferðaróhöppum. Hvað er broslegt við akstur undir áhrifum? Tæplega 40 prósent banaslysa í umferð má rekja til ölvunar. Er það broslegt?

Borgarneslögreglan

Það er alveg merkilegt að þegar þaðan koma fréttir af óhöppum í umferðinni, þá er það ALDREI ökumönnunum að kenna. Aldrei.
mbl.is Þrír enduðu utanvegar; engin slys á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

??

Eyða þeir meira í föt en þeir eyða í stúlkur?
mbl.is Danskir piltar eyða meiru í föt en stúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti?

Ekki eitt orð um feður. Eiga þessar konur börnin ein.
mbl.is Barnsfæðingum fjölgaði á síðasta ári og frjósemi kvenna vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki mál að vakna

Hvað eru menn að gera á meðan bifreiðin er á ferð? Það var mál til komið að skrifa fréttir af svona í takt við það sem gerðist en ekki kenna bara hálkunni um. Nú geta menn þá lært af þessu, það er að segja þeir sem lesa fréttina.
mbl.is Hætta skapaðist á Vesturlandsvegi vegna umferðarslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband