Verkvit

Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem ætla að laga til á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi ekki verkvit. Það fer gríðarlegur fjöldi um þessi gatnamót og það verður erfitt að gera þær breytingar sem menn vilja og viðhalda afkastagetu gatnamótanna á sama tíma. Það er viturlegt að minnka álagið þar áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrsta skrefið í því er að opna fyrir umferð að miðborginni úr suðri.. Því er það held ég viturlegt að byrja á göngum undir Öskjuhlíð frá Nesti í Fossvogi niður í Vatnsmýri eða í það minnst að komandi samgöngumiðstöð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna er umferðin sprungin um Bústaðarveg þar sem væntanleg Öskjuhlíðargöng eiga að koma til að létta á umferð.  Ástæðan er sú að gatnamótin Kringlumýrarbraut/Miklubraut eru sprungin.  Öskjuhlíðargöng eru því mun minni plástur og leysa bara eitt vandamál á meðan nýju gatnamótin leysa mörg vandamál í einu.  Fólk reynir að forðast Kringlumýrarbraut/Miklubrautar með því að þvælast á hliðarvegum.  Þetta bitnar mjög svo á Bústarvegs brúin yfir Kringlumýrarbraut og svo Bústaðarveginum í báðar áttir.  Með því að færa umferðina í stokka og byggja 3 hæða gatnamót um Miklubraut(Hringbraut að hluta)/Kringlumýrarbraut fæst mesta leiðrétting á kerfið.  Umferð kemst þannig óhindrað í allar áttir.  Þannig kemst umferð frá Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi í allar áttir en ekki bara frá niður í bæ að hluta.  Eftir að hafa legið yfir þessu máli er því eina vitræna í stöðunni að leysa Miklubrautar/Kringlumýrarvandamál sem allra fyrst.  Svo er æskilegt að ráðast í Sundabraut og næst Öskjuhlíðargöng.  Síðan verðum við að taka tillit til þess að þegar sundarbraut kemur í göngum frá laugarnesinu eykst til muna umferð um Kringlumýrarbraut/Miklubrautargatnamótin.  Ef ekkert er gert í þeim núna springur kerfið í loft upp.  Þannig að núna er ekki eftir neinu að bíða og drífa þessi gatnamót af sem allara fyrst, gera þetta almennilega í stokkum og án þess að þar séu 13 akreina skrímsli eins og núna. 

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ekki get ég nú komið auga á að þú hafir legið mikið yfir þessu úr því að þetta er niðurstaðan. Tenging frá Nesti í Fossvogi niður í miðborgina hefði margfalda fluttnigsgetu núverandi Bústaðavegar. Umferð gengur hægt um Bústaðaveg því það eru svo mörg ljósastýrð gatnamót. Að tengja Sundabraut í Laugarnesið er algjört glapræði. Miðja höfuðborgarsvæðisins er við Geirsnef og þangað komast þeir sem kom að sunnan um Reykjanesbraut. Sundabraut ætti því að tengjast þangað. Það dregur úr umferð um Kringlumýrarbrautina. En lausnin er augljós. Taka þetta mál úr höndum misvitra stjórnmálamanna og setja þetta í hendur fagmanna.

Birgir Þór Bragason, 20.3.2007 kl. 10:58

3 identicon

Jú, vegna þess að umferðin úr kraganum og suðurnesjum er ekki öll að fara niður í bæ, öðru nær hún er að fara í nokkrar áttir um frá Kringlusvæðinu. Þar liggur misskilningurinn með Öskjuhlíðargöngin, þau eru bara ein lausn við eitt vandamál á meðan alvöru gatnamót á kringlusvæðinu leysa mörg vandamál (létta maðal annars á bústaðarveginum). Ef nýjasta útfærslan á Sundabrautinni skiptist í þrjú göng, ein við laugarnes,  ein við mitt athafnasvæði flutningsfyrirtækjanna og önnur við sæbraut nálgægt slaufunni við Miklubraut þá er það snilldarlausn fyrir allt svæðið, bæði íbúa og vegfarendur.  Þannig verður ekki búið til einn umferðarpunktur á laugarnesinu eins og þú heldur verður umferðinni dreift að og frá Sundabraut.  Málið er alls ekki eins slæmt og þú heldur.  Þau eru í góðum farveg ef umferðarmannvirkin verða gerð almennilega og af metnaði.  Þegar farið verður í (?) að byggja upp flugvallarsvæðið þá eru Öskjuhlíðargöng nauðsynleg, einnig göng undir Kópavog.   Ekki segja að ég hafi ekki kynnt mér þessi mál    Ég með brennandi áhuga fyrir þeim.

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég lofa að gera það ekki aftur.

Birgir Þór Bragason, 20.3.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband