Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Villigötur

Umræða um umferðaröryggi er á villigötum. Til að mynda er sagt á vef Umferðarstofu „Í 14 banaslysum árið 2006 voru ofsaakstur, áfengi og fíkniefni meginorsök slysanna, en þetta eru helmingur allra slysa á árinu.“ Takið eftir röðinni ofsaakstur, áfengi og fíkniefni. Þegar lengra er lesið kemur í ljós að í 12 af þessum 14 slysum var um að ræða vímuástand. Þá eru tvö eftir sem eru ofsaakstur. Umræðan er númer eitt, ofsaakstur, númer tvö ökuníðingar.

En hver er raunveruleikinn? Í mínum gögnum er það venjulegt fólk á venjulegum bílum í venjulegum erindum sem lendir í yfir 90% umferðaróhappa. Lítil sem engin umræða er um þessi 90%. Hvers vegna er það? Er það ekki spennandi fyrir fjölmiðlamenn að tala um venjulegt fólk. Ég var að hlusta á viðtal við lögfræðing tryggingafélags vegna „ökuníðinga“ og mér er spurn, hvað er átt við með orðinu? Hver er „ökuníðingur“? Hvert er verið að fara með þessu orðavali? Er verið að búa til einhvers konar lagskiptingu í umferðinni, í góða og vonda? Á maður þá að horfa í kringum sig og meta það hverjir eru góðir og hverjir vondir? Í umræðunni sem nú er, er sá seki ungur, en í raunveruleikanum, sem ekki er talað um, er það fólk á öllum aldri af báðum kynjum sem eru að valda óhöppunum.


Fíklar

Kolbrún nokkur Baldursdóttir er fíkill. Hennar fíkn leiðir af sér óendanlega þörf hennar til þess að tjá okkur hinum misvitrar hugsanir sínar á vefsíðum og í blöðum. Hver rót þessar fíknar er veit ég ekki, en klárlega er einhver þörf til þess að meiða aðra, þar undirliggjandi. Í fíkn sinni kallar hún fullkomlega heilbrigt fólk fíkla. Að þessu sinni eru það akstursíþróttamenn. Það er með ólíkindum hvernig umræðan hefur afvegaleitt fólk eins og hana. Í krafti þess að hún er með próf í einhverskonar sálfræði leyfir hún sér að upphefja sig og dæma, augljóslega án þess að kynna sér málin til hlítar. Kolbrún fíkill ræðst á akstursíþróttamenn í grein er hún fékk birta í Blaðinu. Er ég ókurteis núna? Kannski. En mér er í raun sama hvað hún og aðrir sambærilegir fíklar lesa úr þessum skrifum mínum, mér er nóg boðið. Ég mun ekki auðsýna henni né öðrum þeim sem skrifa á þennan hátt neina auðmýkt. Í mínum huga er svona fólk beinlínis hættulegt. Fólk eins og Kolbrún. Fólk sem augljóslega nennir ekki að kynna sér málin en hafa samt skoðanir á þeim.

Spurning

Um 40 prósent banaslysa eru enn og aftur tengd vímuástandi. Eðlilega vaknar sú spurning hvort það sama eigi við þegar slysin eru alvarleg án þess að bani hljótist af. Er verið að rannsaka þau slys einnig? Er kannski fé til rannsókna á umferðarslysum skorið við nögl? Ég las um daginn að umferðarslysin kosti á milli 20 og 30 milljarða á ári. Talandi um hærri töluna þá eru það um 82 milljónir á hverjum degi, árið um kring. Erum við að gera nóg í að reyna að koma í veg fyrir slysin? Hvað finnst þér?
mbl.is „Eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin bjarga

Enn og aftur sanna beltin sig. Bílar í dag er byggðir til þess að vernda þá sem í þeim eru í svona óhöppum, en forsenda þess að sá búnaður virki er að fólkið haldist í sætunum. Það gerist með því að spenna beltin.
mbl.is Sluppu vel úr bílveltu í Önundarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ron Dennis skrítinn?

Var hann einn um að sjá ekki hversu aumulegar tilraunir Alonso voru í fyrri hlutanum. Alonso réði ekki við það verkefni að taka framúr þrátt fyrir að vera með töluvert betri bíl en Heidfeld. Þetta voru ekki neinir meistarataktar að þessu sinni.
mbl.is Alonso „maður mótsins“ segir Dennis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband