Villigötur

Umræða um umferðaröryggi er á villigötum. Til að mynda er sagt á vef Umferðarstofu „Í 14 banaslysum árið 2006 voru ofsaakstur, áfengi og fíkniefni meginorsök slysanna, en þetta eru helmingur allra slysa á árinu.“ Takið eftir röðinni ofsaakstur, áfengi og fíkniefni. Þegar lengra er lesið kemur í ljós að í 12 af þessum 14 slysum var um að ræða vímuástand. Þá eru tvö eftir sem eru ofsaakstur. Umræðan er númer eitt, ofsaakstur, númer tvö ökuníðingar.

En hver er raunveruleikinn? Í mínum gögnum er það venjulegt fólk á venjulegum bílum í venjulegum erindum sem lendir í yfir 90% umferðaróhappa. Lítil sem engin umræða er um þessi 90%. Hvers vegna er það? Er það ekki spennandi fyrir fjölmiðlamenn að tala um venjulegt fólk. Ég var að hlusta á viðtal við lögfræðing tryggingafélags vegna „ökuníðinga“ og mér er spurn, hvað er átt við með orðinu? Hver er „ökuníðingur“? Hvert er verið að fara með þessu orðavali? Er verið að búa til einhvers konar lagskiptingu í umferðinni, í góða og vonda? Á maður þá að horfa í kringum sig og meta það hverjir eru góðir og hverjir vondir? Í umræðunni sem nú er, er sá seki ungur, en í raunveruleikanum, sem ekki er talað um, er það fólk á öllum aldri af báðum kynjum sem eru að valda óhöppunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Klukk Biggi minn! Þú getur örugglega tengt þessa klukkpródúsjón umferðinni á einhvern hátt. Bið að heilsa Elínu og litla krílinu.

Elín Arnar, 14.7.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband