Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fórnir í umferðinni 1998-2007

Meðfylgjandi er skjal sem þessar tölur eru teknar saman.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vegagerðarruglið

Það var ekki bara í fjármálum sem þjóðin missti sig.

Bygging vega út frá höfuðborgarsvæðinu er í tómu rugli. Við sitjum uppi með Reykjanesbraut sem annar 50.000 bílum á dag, umferðin núna er um 11.000 á dag og spár gera ráð fyrir að hún verði komin í 15.000 árið 2020. Brautin er í dag um fimm sinnum stærri en þörf er á.

Reykjanesbrautin annar við bestu aðstæður 7.200 bílum á klukkustund í hvor átt!

Nú á að fara í sama ruglið með Suðurlandsveg. Væri ekki nær að nýta aurana án þess að skerða kröfur um öryggi og byggja 2+1 bæði suður og vestur.

Það er engin þörf á að vegakerfið verði 4 til 5 sinnum stærra en þörf er á, ekki frekar en bankakerfi.

  


Bravó

Loksins!

Nú þarf bara að loka fyrir vinstribeygju af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg.


mbl.is Loka vinstri beygju af Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemmir ekki við tölur Umferðarstofu

Í fréttinni segir:

Minniháttar slys á fólki í Reykjavík á tímabilinu 2006-2007 voru að meðaltali 325, en 525 á árinu 1996. Fækkun er því 38% og fækkaði slysum á gangandi vegfarendum einnig um 38% á sama tíma.

 

Þessar töflur eru úr skýrslu US

Úr skýrslu Umferðarstofu

 


mbl.is Dregur úr umferðarslysum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fann til með þeim

Um daginn komu Belgar til Íslands til að keppa við silfurlið ÓL 2008. Þeir máttu síns lítið. Þá fann ég til með einstaklingunum í belgíska liðinu.

Í kvöld fann ég til með einstaklingunum í íslenska landsliðinu í handbolta kvenna. Þær voru að leika við þær norsku.


Vonandi verða fleiri með

Átak lögregluliða gegn ölvunarakstri er kærkomið. En mikið afskaplega væri nú gaman að sjá aðra taka þátt í því.

Í því sambandi má nefna: Skólafélög framhaldsskóla, íþróttafélög, Samband hótel og veitingastaða, sveitarstjórnir,  ÁTVR og íbúasamtök. 

Ekkert annað í umferðinni veldur jafn miklum skaða og ölvaðir ökumann. Það er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að það er hægt að koma í veg fyrir slíkan akstur.

Hver og einn þarf bara að líta í eigin barm og svara þessar spurningu: Ek ég eftir einn?


mbl.is Átak gegn ölvunarakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringdu í Róbert, Helga!

Í stað þess að eyða tíma Alþingis í þetta.
mbl.is Róbert Wessmann í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarfallavirkjun

Það þarf ekki að stífla neitt.

Búum til pramma sem passar t.d. í Reykjavíkurhöfn og byggjum á hann íbúðaþyrpingu. Nýtum svo hækkun og lækkun prammans, vegna sjávarfalla, til orkuframleiðslu. 


Hvað er íþróttafrétt?

Er „íþróttafréttin“ á Stöð 2, um hugsanlegt fjárhagslegt tap einhverra íþróttamanna, íþróttafrétt? Ég held að íþróttafréttamanninum hafi fundist hann vera að segja íþróttafrétt. Ekki mér.

Linmælgi

„Forsæðisráuneyinu“, sagði einhver gaur, í viðtali á Stöð 2. Sá sem skrifaði bók um Ólaf Ragnar. Merkilegt hvernig svona linmæltur maður getur skrifað bók.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband