Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Auglýsing á undan og eftir, öryggi í flugi

Umferðarstofa, eins og umferðarráð hér áður, reynir að láta líta út fyrir að slysum hafi fækkað. Vísað er í tölur og sagt að í raun hafi slysum fækkað miðað við ...... Bull og vitleysa. Þrátt fyrir að bílar í dag verndi fólkið miklu betur en fyrir 10 árum stækkar tollurinn með hverju ári. Það er óásættanlegt. Miðað við hvað bílarnir eru miklu betri þá er þessi útkoma í raun stóralvarleg og er áfellisdómur á árangur okkar í öryggismálum í umferð á vegum.

Við fljúgum oftar og lengra en áður með enn meira öryggi en áður. Þannig á það líka að vera.

Það er ekkert sem segir að með fleiri bílum á götunum eigi slysum að fjölga. Það er því ekki hægt að grípa í þær tölur og fá út að slysum hafi í raun fækkað.

ps, það er asnalegt að sjá mótorhjólamanninn hjálmlausann í þessari frétt.


mbl.is Fleiri alvarleg umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

Það er dapurlegt að kaflarnir frá Vesturlandsvegi að Lögbergsbrekku annars vegar og frá Hveragerði til Selfoss hins vegar skuli þurfa að bíða. Þar er þörfin mest. Þessi vegabót er á röngum stað. Undarlegur forgangur.
mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðulegt

Á margan hátt.

Ekki virðist hægt að hefja vegabætur á suðvesturlandi nema eitthvað verði líka gert í nágreni Akureyrar á sama tíma.

Það er þó enn furðulegra að lagfæringar á veginum á milli Reykjavíkur og Selfoss verða fyrst á miðri leið en ekki næst borginni og númer tvö næst Selfossi. Ástandið á þessum vegi frá Vesturlandsvegi að Lögbergsbrekku er til háborinnar skammar fyrir Vegagerðina og Samgönguráðuneytið. Svo er einnig hvað varðar veginn á milli Hveragerðis og Selfoss.


mbl.is Ný göng og tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feluleikurinn loks viðurkenndur

Sýnileg löggæsla hefur verið talin leiðin til þess að fá fólk til þess að haga sér vel í umferðinni. Lögreglan hefur þó alltaf verið hálfpartinn í felum, við sýnilega löggæslu, en nú hefur skrefið verið stigið til fulls. Gott samt að lögreglan skuli loks viðurkenna feluleikinn.
mbl.is Ómerkt bifreið mælir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband