Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Er ekki rétt að endurbirta smá hér á þessu bloggi
31.7.2008 | 19:27
Allt frá því að innflutningur á bifreiðum hófst til Íslands hafa þær verið notaðar fólki til skemmtunar. Bíltúrar eru eitthvað sem allir þekkja, rúnturinn, og já menn hafa reynt með sér í sparakstri, torfæru, ísakstri og þannig mætti lengi telja. Fram á síðasta áratug síðustu aldar þurftu menn að útvega sér aukahluti til þess að breyta bifreiðum í alvöru leiktæki, en þá áttuðu framleiðendur sig á því að leiktækin voru söluvara til almennings. Þá hófst æðisgengið kapphlaup þeirra í að fjöldaframleiða kappaksturstæki, með vélarafli, gírkassa, driflæsingum, fjöðrunarkerfum, bremsum og stýrisbúnaði sem sómir sér á kappakstursbrautum um víða veröld. Allt þetta varð falt fyrir næstum því það sama og venjulegur fjölskyldubíll. Um svipað leyti varð ógnaraflaukning í kappakstursbílum sem varð til þess að FIA, alþjóðaakstursíþróttasambandið sá sig tilneytt til að takmarka afl í keppnistækjum. Það gerist meðal annars í rally árið 1985 og var miðað við hámarksafl 300 hestöfl. Stórlega dróg úr slysum í ralli við þessar takmarkanir og slíkar takmarkanir eru nú í öllum greinum sem keppt er í undir merkjum FIA.
Alþýðustjórnir landa hafa hinsvegar veigrað sér við að setja slíkar takmarkanir á leiktækin sem seld eru almenningi og/eða notkun þeirra. Staðan er sú á Íslandi og víðar, að nýliði má aka 500 hestafla bifreið daginn sem hann fær ökuréttindi, í almennri umferð, innan um alla aðra umferð og það án þess að hann hafi sannað getu sína til að stjórna slíku tæki. Gatan er ekki leikvöllur en á meðan ekkert annað er að hafa og allir geta eignast eða fengið lánað leiktæki eins og bifreið, þá munu menn leika sér þar.
Við færðum knattspyrnu af götunum fyrir nokkrum árum síðan, lærum af því. Færum þessi leiktæki úr almennri umferð, fyrsta skrefið er að takmarka aðgang nýliða að þeim, skref tvö, að koma okkur upp leiksvæðum en samt með takmörkunum á afli miðað við reynslu.
Við kennum börnunum okkar að synda á unga aldri, lærum af því. Færum verklega ökukennslu inn í grunnskólana og kennum þau fræði sem þarf, til að komast lifandi frá samgöngum á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rétta leiðin
28.7.2008 | 16:00
Ók upp Bankastrætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er eitthvað miklu meira en framúrakstur
23.7.2008 | 18:17
Hættulegur framúrakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
TOURdeFRANCE úrslit ráðast í dag
23.7.2008 | 07:43
Líklegt er að úrslitin ráðist í dag á erfiðustu leiðinni í túrnum.
Ekki gekk það eftir því forskot Carlos Sastre eftir daginn í dag er ekki nema 1:34 - ein mínúta og 34 sek. Það dugar sennilega ekki. Næst síðasta leiðin, sem hjóluð er á laugardaginn er 53 km. og keppendur ræstir einn og einn í einu. Þar er Cadel Evans mun sterkari og má þar nefna úrslit á 4. leið því til vitnis. Sú leið var aðeins 29 km. og tími Cadel Evans 1:16 betri en Carlos Sastre. Þetta verður samt kannski spennandi alveg fram á sunnudag þegar síðasta leiðin verður hjóluð.
Gaman hjá Bjarne Riis núna, en hann á liðið sem er í forustu í keppninni og með gulu treyjuna, enn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er hætt að vera fyndið
22.7.2008 | 17:57
Frakki fljótastur í Frakkhaldshjólreiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aumt hjá FH
21.7.2008 | 14:36
Arnar og Bjarki taka við þjálfun ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyndið
18.7.2008 | 21:02
Þýðingar á mbl.is eru fyndnar.
Múgur réðist að lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður framtíðarinnar
18.7.2008 | 18:35
Frábær árangur hjá þessum unga Breta. Hann er nú í öðru sæti í stigakeppni einstaklinga, verst að hann er aðeins í 144. sæti í heildarkeppninni.
Það má líkja þessari keppni við tugþraut, það eru svo mismunandi aðstæður sem glímt er við á leiðunum. Sumar fara fram á flatlendi en aðrar í fjöllum þar sem keppendur þurfa að fara úr 500 metra hæð upp í allt að 2.800 metra og stundum er klifur upp á meira en 1.600 metra tvisvar sama daginn.
Það er þó líklegt að Mark Cavendish dragi sig út úr keppninni því hann er á leið á ÓL í Kína.
Dópið sem keppendur hafa verið teknir fyrir, er lyf sem kallað er EPO en það fjölgar rauðu blóðkornunum. Líkalega er lögreglan í málinu vegna þess að það eru litlar líkur á að keppendur hafi fengið þetta lyf með ávísun frá lækni heldur fengið það á svörtum markaði. Það er ólöglegt.
Cavendish vann aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kerfið er í klessu
17.7.2008 | 08:03
Hvað er nýliði í umferðinni að gera á svona kraftmiklum bíl? Aldrei fengi nýliði í flugi frelsi til að fljúga kraftmestu vélunum.
Það þarf að takmarka aðgang nýliða að kappakstursbílum. Sérstaklega kappakstursbílum sem löglega geta verið á götunum, innan um aðra bíla.
Tekin á 199 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
...þráðlausum örflögum sínum???
15.7.2008 | 14:16
Spurning um þróun eða byltingu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)