Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Hvað er sá rafgeymir stór?
26.9.2012 | 11:05
Ef maður vill þá má skilja þessa frétt þannig, að hægt væri að fullhlaða rafgeymi í rafknúnum bíl á einni mínútu.
Ef við gefum okkur að til þess þurfi 30 KWH - það er að segja 30.000 vött í 60 mínútur - þá væri það 1.800.000 wött í eina mínútu. Það er mikið afl, 1,8 MW.
Venjulegt einbýlishús er tengt við raforkunetið með ca 11 KW tengingu (220V * 50A). Það þyrfti því tengingu ca 170 húsa til þess að ná þessu 1,8 MW. Er þetta ekki bara rugl?
ps. Leiðréttið endilega ef ég er að reikna rangt.
Þróa rafgeymi er hleður sig á innan við mínútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Af hverju þarf forstjóri Strætó að réttlæta það versta við strætó?
7.9.2012 | 17:45
Það þarf engan speking til þess að átta sig á varnarleysi standandi farþega í strætó. Bara einhvern sem hefur þurft að standa í strætó.
Það er nokkurn veginn þannig að maður getur gengið á vegg með útréttar hendur og með þeim forðast áverka. Ef sá sami hleypur á fullri ferð á vegg, með hendur á undan sér, þá slasast hann. Hendurnar halda ekki skriðþungnum þegar hlaupið er. Hraðamunurinn á göngu og hlaupi er ca 4 km/kls. Gangandi á 6 km/kls, hlaupandi nær maður ca 10 km/kls. Það er allt og sumt sem hendurnar ráða við, ca 6 km/kls.
Hvers vegna þarf forstjóri Strætó að réttlæta mestu hættuna sem fylgir því að ferðast með strætó? Af hverju eru ekki öll sætin í strætó með bakið í akstursstefnu? Af hverju eru ekki belti í strætó?
Er nokkur nauðsyn fyrir Strætó að bera saman eigið ágæti og einkabílinn? Ef Strætó þarf að réttlæta tilvist sína, og nú er ég að tala um fyrirtækið sjálft, væri þá ekki ágætt að byrja á sætanýtingu, eyðslu pr. 100 km pr sæti. Eða kemur það illa út?
Er Strætó í samkeppni við fólkið í landinu? Strætó er fyrirtæki, einkabíllinn ekki. Bíllinn er eign einstaklings. Einstaklingurinn er ekki í samkeppni við Strætó.
Öruggari en í einkabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bankaránið heldur áfram
1.9.2012 | 18:48
Hagnaður Arion banka 11,2 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)