??????????
27.4.2007 | 13:42
Hvar eru hjálmarnir? Hvar er annar hlífðarbúnaður? Og eitt í viðbót ummál jarðar er 40.000 km. hvernig er hægt að fara hringinn um jörðu með því að fara aðeins 30.000 km?
Góða skemmtun annars og góða ferð. Vona að ferðin verði skemmtileg og áfallalaus.
Ferðast um heiminn á vélhjólum á 90 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér, að sjálfsögðu eigum við að vera með hjálma og annann hlífðarbúnað, og en þar sem þetta var bara inni í botnlanganum og á ekki meiri hraða en á reiðhjóli þá var þetta gert svona. En varðandi vegalengdina, þá er það rétt að ummál jarðar er um 40.000 km, en það er ekki hægt að hjóla þannig í kringum jörðina. Þessi leið sem við förum er skilgreind í mótorhjólaheiminum sem " kringum jörðina " og er lengsta leiðin sem hægt er að fara akandi.
Sverrir Þorsteinsson, 27.4.2007 kl. 14:26
Sæll Sverrir. Þið eruð héðan í frá fyrirmyndir og á öllum stundum, sérstaklega svona, verðið þið að hugsa um að aðrir munu aðrir feta í fótspor ykkar. Börn og unglingar munu líta upp til ykkar og taka ykkur til fyrirmyndar. Þess vegna þarf að huga að því hvað þið sýnið. Hjálmar og annar hlífðarbúnaður er hluti af því. En ábyrgðin er ekki eingöngu ykkar, myndatökumaður og fréttamaður þurfa líka að hugsa á sömu nótum. Ég efa að myndatökumaðurinn og fréttamaðurinn muni sýna hetjur með sígarettu í munni, því þeir vita af forvarnargyldi miðilsins. Gangi ykkur vel.
ps það er ekkert sem heitir að þetta er bara á stuttri vegalengd, þar verða flest slysin. Á þessum stuttu vegalengdum.
Birgir Þór Bragason, 27.4.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.