Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Keppendur búnir að fá bílana sína

Gámarnir eru komnir og allir bílarnir komnir út og í gang. Skien í fyrra

Keppendur í torfærunni á morgun

 Þessi slóð er skemmtileg

 Vel útbúnir bílar

  1. Ole Graversen
  2. Arne Johannessen
  3. Fredrik Sipuri
  4. Sigurður Þór Jónsson
  5. Roar Johansen
  6. Hans Maki
  7. Finn Erik Løberg
  8. Gunnar Gunnarson
  9. Leó Viðar Björnsson
  10. Ólafur Bragi  Jónsson
  11. Eyjólfur Skúlason
  12. Miikka Kaskinen
  13. Jørn Høydalen
  14. Ole Geir Gjørvald
  15. Ulf Drakenheim
  16. Per Anders Nordstedt
  17. Rolf Keiser
  18. Daniel G Ingimundarson

Minna útbúnir

  1. Geir Haug
  2. Øystein Dehnes
  3. Christian Austad
  4. Janne Bronndal
  5. Mika Valkonen
  6. Tomas Nyholm
  7. Sofia Scholin Borg
  8. Bjarki Reynisson
  9. Michael Berg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skien

Kominn þangað eftir 180 km akstur frá flugvellinum norðan við Osló. Vegurinn liggur sem hraðbraut í gegnum Osló, í stuttum göngum undir miðbæinn og áfram til Drammen. Veðrið er bara gott hér en vonandi rignir smá í kvöld og nótt svona til þess að minnka rykið. Ég er farinn að skoða keppnissvæðið og segi ykkur kannski frá því á eftir.

Það er í lagi að gúggla Skien + norge


Torfæra í Noregi

Það er morgun hér í Kasrup, flugið til Osló fer eftir 45 mínútur. Ferðin til Osló héðan kostar 47 danskar krónur en til bak 71. Skattar eru 280 krónur samtals en yfirvikt (7 kíló) kostuðu 420 krónur. Það er Sterling sem rukkar svona.

En nóg um það, ég er að fara til Noregs til þess að mynda torfærukeppni sem fara fram í Skien á laugardag og sunnudag. Það eru nokkrir íslenskir ökumann með í þeim og fréttir herma að 7 norðurlandabúar komi til Íslands seinna í mánuðinum til þess að keppa á Hellu.

gúgglaðu formula + skien og sjáðu hvað gerist


Jæja já, varð hann fyrir því óláni?

Það er nú eitthvað mikið að ef svona er eitthvert ólán. Hvar var hugurinn á meðan á þessu stóð?

Já og 30 óhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag, er það ekki bara normið? Og kostar um 1000 krónur á sekúndu þessi ólánsklaufaskapur ökumanna á hverum degi.


mbl.is Bakkaði á fjölbýlishús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilun um að kenna?

Í fréttum á Bylgjunni nú rétt í þessu var það sagt að bilun í bremsum væri orsök slyssins fyrir austan.

Nú er það svo að bremsur bara bila ekki sisvona. Hvers vegna biluðu bremsurnar?


Voru beltin spennt?

Ef ég neita að spenna beltin í flugvél þá er mér hent út!! Þegar ég ferðast með rútu þá er ekki einu sinni hvatt til þess að spenna beltin.

Hvað haldið þið að þetta slys kosti okkur? Hefðu beltin dregið úr þeim kostnaði?

Tek það fram að ég geri ráð fyrir að fáir ef þá nokkur hafi verið með beltin spennt.

ps. eru belti í strætó nú þegar það er frítt fyrir unga fólkið?


mbl.is Sjúkraflutningum vegna rútuslyss að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengun?

Framleiðsla á kjöti er mjög mengandi ef marka má skýrlsu Sameinuðuþjóðanna. Brennsla á kolum er mjög mengandi, eða er það ekki? Það er að vísu mismunandi eftir því hvers konar kol eru notuð, þau verstu losa meira af co2 ígildi en eigin þyng, allt að tífallt, ef marka má sænska rannsókn.

En kannski er það í góðu lagi, kannski hefur það engin óheillavænleg áhrif, hvað veit ég?


mbl.is Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað, alveg hreint MAGNAÐ

Sá er hér skrifar hefur ekið við þessar aðstæður hér í Danmörku frá því árið 1990. Það er frábært að einhverjum á Íslandi skuli detta það í hug að rannsaka þetta og það verður enn frábærara þegar þetta verður tekið í notkun á Íslandi. Til hamingju Ísland!
mbl.is Rannsókn gerð á vegrifflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin bjarga

Þetta má lesa á RÚV-vefnum: Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Vogaveg rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar sem ekið var í átt til Keflavíkur, sofnaði við aksturinn og lenti á bifreið sem kom á móti. Enginn slasaðist en báðar bifreiðarnar eru talsvert skemmdar.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband