Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Skil ég þetta rétt?

Í skýrslunni segir:

 

Banaslys átti sér stað við Minni Borg 28. júlí 2007. Þarna í grennd hafði orðið banaslys árið 2005 og gerði nefndin þá tillögu í öryggisátt um að lækka hámarkshraðann á þessum stað.  Eftir slysið var hámarkshraði á veginum framhjá Minni Borg lækkaður úr 90 í 70 km/klst.

 

 Skil ég það rétt að aðeins eftir seinna slysið hafi hámarkshraðinn verið lækkaður?

 Númer 2

vegna: Akrafjallsvegur við Innnesveg 16. júlí 2007“

 Rannsóknarnefnd umferðarslysa sendi Vegagerðinni bréf dags. 17.3.2006 vegna vegamótanna í kjölfar alvarlegs umferðarslyss sem varð þá. Í bréfinu benti RNU á að vegamótin væru illa merkt, hæðarmismunur sé mikill við vegamótin og umhverfi þeirra hættulegt ef ökutæki fara útaf.   

 Enn og aftur sein viðbrögð, eða hvað?

 Hver er ábyrgur?  

 

Meira á síðu 37, en þar er þetta:

Við skoðun á Opel bifreiðinni komu nokkur athyglisverð atriði í ljós. Bifreiðin hafði verið búin öryggispúðum, en þeir höfðu sprungið út í árekstri sem átti sér stað í október 2003. Eftir slysið var bifreiðin keypt af tryggingarfélagi hennar og hún svo endurseld 12 dögum síðar. Ekki hafði verið gert við öryggisbúnaðinn eftir slysið og voru sprungnir púðarnir enn í bílnum. Nutu ökumaður og farþegi í framsæti þeirra ekki í þessum árekstri. Búnaður sem strekkir á öryggisbeltunum við árekstur hafði sprungið út í þeim árekstri einnig. Báðir beltastrekkjararnir voru sprungnir og nýttust því ekki ökumanni og farþega í slysinu.  

 

 Það er meira um þetta í skýrslunni sjálfri, á blaðsíðu 37 og 38

 

Hver er ábyrgur?


mbl.is Hraðakstur algengast orsök banaslysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðaröryggi

Danskir hjólreiðamenn vilja loftpúða utan á bílum.

Ef ekki væri hægt að aka bílum nema beltin væru spennt á alla farþega, alltaf, og ekki væri hægt að aka bíl undir áhrifum áfengis, fækkaði banaslysum um 50 til 60% og alvarlega slösuðum um ca 100 á Íslandi. Sparnaður þjóðarbúsins yrði um 3 til 4 milljarðar í það minnsta.


Rugluð eins og fyrri daginn

Á síðu Orkuseturs kemur þetta fram:

Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík er helmingi minni nú en hún var árið 1990, þrátt fyrir tvöföldun í framleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu áls í Straumsvík er með því lægsta sem þekkist í heiminum.

 

Síðan er á vegum Orkuseturs.

 

Hvað viltu gera Þórunn ? Hvað með að græða landið? Endurheimta votlendið? Viltu hætta að veiða fiskinn? Það mengar. Eða ertu bara að kasta ryki í augu þeirra sem þessa frétt lesa? 


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að?

Hvað er fólk að gera þegar það situr undir stýri á bíl? Gott að ekki fór verr.
mbl.is Bílveltur víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torfæran 2008

Sigurður Þór Jónsson varð annar í þriðju umferð Norðurlandamótsins í torfæru. Hægt að tvísmella á myndina eða fara hingað

Að læra og æfa

Þetta snýst um að læra að keyra og æfa sig í að keyra, alltaf. Ég hef lengi sagt, að það þarf að kenna akstur rétt eins og sund. Hef sagt þetta í áratug og lengur. Það er gott að fleiri sjá að mennt er máttur í þessu eins og öðru. Hefjum þessa kennslu í grunnskólum og óhöppum mun fækka. Það dregur svo úr slysum.
mbl.is Vistaksturskennsla styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tíðni slysa hærri hjá börnum en fullorðnum?

Er slysatíðni ekki há á Íslandi þegar á heildina er litið? Eða skerum við okkur úr hvað varðar verndun barnanna? Þriðjungur þjóðarinnar leitar á slysa- og bráðadeildir á hverju ári, öll þjóðin sem sagt á hverjum þremur árum.

 

Það mætti nú kannski draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið ef við einhenntum okkur í að fækka óhöppum og þar með slysum.


mbl.is Há slysatíðni íslenskra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óvart?

Það hefði sem sagt auðveldlega mátt koma í veg fyrir óhappið. Gott að ekki varð alvarlegt slys.
mbl.is Ofhlaðinn trukkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fá danskan hippa í verkið var snilld

Nú skrifa dönsku fjölmiðlarnir afar fallega um Ísland.

 

Nú ættum við að fá okkur danskan ráðgjafa í bankamálum og þá munu þeir fara fögrum orðum um peningastefnur landanns.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó

Sjá hér

 

Nú er að sjá hvort farið verður að þessum tillögum. Ég vona það svo sannarlega. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband