Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Skil ég þetta rétt?
30.6.2008 | 12:44
Í skýrslunni segir:
Banaslys átti sér stað við Minni Borg 28. júlí 2007. Þarna í grennd hafði orðið banaslys árið 2005 og gerði nefndin þá tillögu í öryggisátt um að lækka hámarkshraðann á þessum stað. Eftir slysið var hámarkshraði á veginum framhjá Minni Borg lækkaður úr 90 í 70 km/klst.
Skil ég það rétt að aðeins eftir seinna slysið hafi hámarkshraðinn verið lækkaður?
Númer 2
vegna: Akrafjallsvegur við Innnesveg 16. júlí 2007
Rannsóknarnefnd umferðarslysa sendi Vegagerðinni bréf dags. 17.3.2006 vegna vegamótanna í kjölfar alvarlegs umferðarslyss sem varð þá. Í bréfinu benti RNU á að vegamótin væru illa merkt, hæðarmismunur sé mikill við vegamótin og umhverfi þeirra hættulegt ef ökutæki fara útaf.
Enn og aftur sein viðbrögð, eða hvað?
Hver er ábyrgur?
Meira á síðu 37, en þar er þetta:
Við skoðun á Opel bifreiðinni komu nokkur athyglisverð atriði í ljós. Bifreiðin hafði verið búin öryggispúðum, en þeir höfðu sprungið út í árekstri sem átti sér stað í október 2003. Eftir slysið var bifreiðin keypt af tryggingarfélagi hennar og hún svo endurseld 12 dögum síðar. Ekki hafði verið gert við öryggisbúnaðinn eftir slysið og voru sprungnir púðarnir enn í bílnum. Nutu ökumaður og farþegi í framsæti þeirra ekki í þessum árekstri. Búnaður sem strekkir á öryggisbeltunum við árekstur hafði sprungið út í þeim árekstri einnig. Báðir beltastrekkjararnir voru sprungnir og nýttust því ekki ökumanni og farþega í slysinu.
Það er meira um þetta í skýrslunni sjálfri, á blaðsíðu 37 og 38
Hver er ábyrgur?
Hraðakstur algengast orsök banaslysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Umferðaröryggi
29.6.2008 | 09:11
Danskir hjólreiðamenn vilja loftpúða utan á bílum.
Ef ekki væri hægt að aka bílum nema beltin væru spennt á alla farþega, alltaf, og ekki væri hægt að aka bíl undir áhrifum áfengis, fækkaði banaslysum um 50 til 60% og alvarlega slösuðum um ca 100 á Íslandi. Sparnaður þjóðarbúsins yrði um 3 til 4 milljarðar í það minnsta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rugluð eins og fyrri daginn
28.6.2008 | 16:01
Á síðu Orkuseturs kemur þetta fram:
Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík er helmingi minni nú en hún var árið 1990, þrátt fyrir tvöföldun í framleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu áls í Straumsvík er með því lægsta sem þekkist í heiminum.
Síðan er á vegum Orkuseturs.
Hvað viltu gera Þórunn ? Hvað með að græða landið? Endurheimta votlendið? Viltu hætta að veiða fiskinn? Það mengar. Eða ertu bara að kasta ryki í augu þeirra sem þessa frétt lesa?
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er að?
22.6.2008 | 18:20
Bílveltur víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Torfæran 2008
21.6.2008 | 11:36
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að læra og æfa
19.6.2008 | 08:13
Vistaksturskennsla styrkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er tíðni slysa hærri hjá börnum en fullorðnum?
18.6.2008 | 15:49
Er slysatíðni ekki há á Íslandi þegar á heildina er litið? Eða skerum við okkur úr hvað varðar verndun barnanna? Þriðjungur þjóðarinnar leitar á slysa- og bráðadeildir á hverju ári, öll þjóðin sem sagt á hverjum þremur árum.
Það mætti nú kannski draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið ef við einhenntum okkur í að fækka óhöppum og þar með slysum.
Há slysatíðni íslenskra barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki óvart?
18.6.2008 | 14:41
Ofhlaðinn trukkur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að fá danskan hippa í verkið var snilld
18.6.2008 | 07:14
Nú skrifa dönsku fjölmiðlarnir afar fallega um Ísland.
Nú ættum við að fá okkur danskan ráðgjafa í bankamálum og þá munu þeir fara fögrum orðum um peningastefnur landanns.
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bravó
16.6.2008 | 08:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)