Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sammála!

Það er rangt hjá dómurum að Vettel eigi sök hér. Skil ekki hvað þeir sjá sem rökstyður þennan dóm.
mbl.is Schumacher gagnrýnir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru fyrst og fremst vextirnir sem þarf að lagfæra

Einföldum dæmið. Þú skuldar 30 milljónir vegna íbúðar, til 30 ára. Þú greiðir 1.000.000 á ári í afborgun.

Í vexti greiðast fyrsta árið 6% af 30 milljónum. Það gera 1.800.000 krónur, samtals 2.800.000.

Í Danmörku greiðir sá sem skuldar 30 milljónir á sama hátt 0,8% vexti. Sá borgar því 240.000 í vexti og svo eina milljón í afborgun. Það gera 1.240.000 krónur.

Hér munar „aðeins“ 1.560.000 króna. Það eru til margra ára of háir vextir sem eru bölið.


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun vaxta

Mikið væri það nú gott ef þessi vaxtalækkun skilaði sér til heimila í landinu. Þá yrðu raunvextir t.d. íbúðalána ca 3%. Það er að vísu í hærri kantinum miðað við löndin í kringum okkur (raunvextir íbúalána í Danmörku eru ca 0,8%)

En hverjar eru líkurnar á að þessi vaxtalækkun skili sér lengra?


mbl.is Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki verið að hafa lesendur að fíflum?

Er þetta brandari?
mbl.is Bægðu rússneskum þotum frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi leið á eftir að kosta nokkur mannslíf

Samanburður í skýrslu frá í október 2008Sá dráttur sem þessi leið skapar mun kosta mannslíf. Einnig kemur það fram í nýlegu gögnum Vegagerðarinnar að minna öryggi verður á 2+2 en á 2+1 Þetta mun líka seinka mannsæmandi vegabótum á milli Mosfellsbæjar og Borgarness. Það mun kosta mannslíf því miður. Þetta er ekki klókt hjá Vegagerð og samgönguráðherra. Með takmörkuð fjárráð hefði veri nær að nýta fjármunina betur, í fleiri kílómetra af öruggum vegum.
mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhjöðnun = nú lækkar verbótaþáttur lána

Það er ekki lengur verðbólga á Íslandi. Nú lækkar verðbótaþáttur lána og er það vel. Nú verður almenningur að gæta þess að verðbótakerfið verði ekki lagt niður á meðan svona er. En auðvita vilja lánendur slíkt og munu pressa á að því verði hraðað.
mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar mættu oftar vera vakandi.

Í ljósi þessarar dómsniðurstöðu ætti að taka þetta mál upp aftur. Hér var ung stúlka er sett um borð í 700 hestafla torfærutæki, í of stórt sæti, illa spennt niður í það með öryggisbeltum og með allt of stóran hjálm. Auðvita vissi hún ekki að þetta er stórhættulegt tæki - hún lagði traust sitt á þá sem þarna stjórnuðu en auðvita réði hún ekki við þetta villidýr. Hver ræður við 700 hestafla tæki sem ekki hefur prófað neitt í líkingu við það áður. Hún vissi ekki betur en að þetta væri bara eins og að aka hverri annari bifreið. HÚN VAR PLÖTUÐ af sínum vinnuveitanda - hún trúði og treysti á að opinber yfirvöld gættu hennar með því að vera með reglur um umgengni við svona villidýr eins og 700 (já eða 800) hestafla torfærutæki.


mbl.is Fær milljónabætur vegna vélsleðaslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfilegt magn??????

Það á að setja svona glæpamenn í grjótið.

Hvað á blaðamaður við með orðunum „leyfilegt magn“ Í lögum segir að ekki megi aka eftir að hafa neytt áfengis. Margir virðast halda, eins og þessi blaðamaður, að aka megi ef „magnið“ af áfengi er lítið. Það er ekki rétt.

Ég skora á verklaust Alþingi að setja refsirammann við 0 prómill.


mbl.is Stöðvuðu dauðadrukkinn ökumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvarðir brúarstólpar

Burtséð frá öllu þá er þetta einn þeirra brúarstólpa sem ekki á að vera hægt að aka á. Það vita þeir hjá Vegagerðinni og það vita þeir sem hönnuðu brúna. En samt endar för þessa ökumanns á stólpanum. Hefði það þurft að fara svo?
mbl.is Ók á brúarstólpa á flótta frá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur

Það er ekki hægt að segja annað en að stelpurnar eru að standa sig. Tapið fyrir Dönum er skiljanlegt í ljósi orða danska þjálfaranns:

Landstræner Kenneth Heiner-Møller var efter kampen, som var Danmarks sidste i gruppe B, yderst tilfreds med sine spillere.

- Det var en af de bedste landskampe, vi har spillet længe, og jeg kan ikke være andet end tilfreds. Især med første halvleg, hvor vi skabte mange chancer, sagde Heiner-Møller til Ritzaus Bureau.

Ein besti leikur þeirra dönsku var það sem þurfti til þessa að ná fram sigri á íslenska liðinu!

 

Áfram Ísland 


mbl.is „Þurfum að eiga okkar besta leik hvað eftir annað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband