Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Afbökun staðreynda

Þvílíkt bull. Þetta er afbökun á staðreyndum. Það er að frumkvæði LÍA að þessi atburður er haldinn. LÍA og þau félög sem mynda LÍA hafa í tæp 30 ár verið til staðar fyrir þá sem vilja leika sér á bílum. Umferðarstofa kemur þar hvergi nærri. Allra vinsamlega herra eða frú Umferðarstofa, lærið að bera virðingu fyrir öðrum.
mbl.is Akstursæfingasvæði sett upp á gamla varnarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

??????????

Hvar eru hjálmarnir? Hvar er annar hlífðarbúnaður? Og eitt í viðbót ummál jarðar er 40.000 km. hvernig er hægt að fara hringinn um jörðu með því að fara aðeins 30.000 km?

Góða skemmtun annars og góða ferð. Vona að ferðin verði skemmtileg og áfallalaus.


mbl.is Ferðast um heiminn á vélhjólum á 90 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg fyrirsögn

Afhverju í ósköpunum ætti áhorf að minnka eða standa í stað við fráhvarf gamals keppenda? Ungir og góðir keppendur eru mættir til leiks og baráttan er meiri en áður og því er eðlilegt að áhorf aukist.
mbl.is Áhorf eykst þrátt fyrir brotthvarf Schumacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil þetta aldrei

Samtals hlustuðu á Rás 2, Bylgjuna og Rás 1, 170 prósent Íslendinga. Það eru um það bil 510.000. Ég bara skil þetta ekki :)
mbl.is Flestir hlusta á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðaröryggisvika

Vikan er að líða. Fáir muna eftir því að árið 2004 var alþjóðlegt umferðaröryggisár og hófst á sama tíma og þessi umferðaröryggisvika. Mjög fáir. Hverjir eiga eftir að muna eftir þessari viku?

Það er visst svekkjelsi sem verður þegar maður kemst að því að þær hugmyndir sem fallið hafa í góðan jarðveg lognast útaf. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks árið 2005 var sett inn í ályktun um samgöngumál að hugað skyldi að umferðaröryggismálum á öllum stjórnsýlsustigum. Tilgangurinn var að virkja (eða vekja) sveitarstjórnir í þessum málaflokki. Árangurinn varð lítill sem enginn. Því miður virðast sveitarstjórnarmenn ætlast til þess að umferðaröryggi komi ofan frá. Tilskipanir og reglugerðir frá ráðuneyti og lög og lagabætur frá Alþingi eiga að redda málinu. Umferðaröryggismál eru einhverskonar olnbogabarn skipulags- og umhverfisnefnda í sveitarstjórnum og áhuginn vaknar einu sinni á ári, þegar skólarnir byrja. Til að mynda virðist veggjakrot vera borgarstjóra hugleiknara en umferðaröryggismál. Bruni án slysa á fólki, kallar á djúp og sterk viðbrögð hjá borgarstjóra, því húsin voru gömul. Yfir 50 prósent árekstra á Íslandi verða í Reykjavík ár hvert. Talað er um að umferðaróhöppin kosti tæpa 30 milljarða á hverju ári, þá yfir 15 milljarða í Reykjavík einni. Það eru 480 krónur á hverri sekúndu, 28.800 á mínútu, 1.728.000 á klukkustund, 41.472.000 á sólahring, 290.304.000 á viku, 1.249.368.000 á mánuði, bara í Reykjavík. Rúmur milljarður á mánuði, hvað kostar veggjakrotið?

Er ástæðan sú að stjórnmálamenn sjá ekki neina leið í þessu máli, trúa ekki að hægt sé að breyta þessu, að þessar fórnir verði að færa?


Fræðsla og aftur fræðsla

Þetta tilvik sýnir að það er þörf á fræðslu. Ekki síst ætti að fræða börn um gagn beltanna. Sex ára barn ætti að vera búið að læra að það er skilda að nota bílbelti. Börn eru löghlýðin. Börn sem hafa lært þetta eru ótrúlega dugleg við að fá fullorðna til að spenna beltin. Kannski ætti að refsa ökumanninum með því að sekta hann og nota svo sektarfjárhæðina til að kenna honum og barninu að spenna beltin.
mbl.is Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í augum útlendinga

Svona sá Jeremy Clarkson Ísland árið 1994. Þátturinn var marg endursýndur um allan heim á BBC. Það er nokkuð víst að sú auglýsing sem Ísland fékk þarna skilaði mörgum ferðamönnum til landsins. Það hefur þó verið vanmetið alla tíð. Það er svekkjandi því þó nokkrir íslendingar unnu að þessum þætti og eiga meðal annars stóran hlut í handritinu. Þeim hefur ekki enn verið þakkað.

p.s. sá er þetta skrifar kom þar hvergi nærri :)


Of gamalt?

Á einn síðunni kemur fram að Ásdís Halla er bæjarstjóri. Eru aðrar upplýsingar á vefnum í takt við það?
mbl.is Garðabæjarvefur slær í gegn í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðaröryggisvikan

Skilar þessi vika okkur einhverju? Það virðist vera að aðeins samgönguráðuneytið og stofnanir þess auk tryggingafélaganna og aðildarfélög FIA, FÍB og LÍA, leggi eitthvað af mörkum. Svo virðist að sveitarfélögin á landinu taki ekki þátt í henni. Þau eru þó það stjórnsýslustig sem er næst einstaklingunum og ættu því að eiga greiðasta aðgang að þeim. Það mun ekki nást árangur í þessu máli fyrr en við virkjum einstaklinginn, ökumanninn!

Er ekki kominn tími á að hvert og eitt bæjarfélag setji á laggirnar sitt eigið umferðarráð? Taki til í sínu bæjarfélagi og virkji einstaklingana sem hafa til þess vit og getu til að takast á við málið. Yfir 90 prósent óhappa fá aldrei athygli og eru nær aldrei rædd. Við ættum að ráðast á þessi 90 prósent og fækka þeim, hin 10 prósentin munu fylgja í kjölfarið.


Umferðaröryggisvikan

Tony Blair

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband