Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Óvandað

Í Morgunblaðinu í dag er sagt að kostnaður við banaslys á Íslandi sé 30 milljarðar króna árlega. Hverjum er greiði gerður með svona óvönduðum fréttafluttningi? Hið rétta er að kostnaður vegna umferðarslysa og þá allra umferðarslysa er allt að 30 milljarðar á ári. Bifreiðaeigendur greiða sennilega rúmlega 20 milljarða í tryggingar og taka á sig nokkra milljarða að auki. Þeir greiða því stærasta hlutan sjálfir. Hver er hin rétt upphæð sem kemur úr sameiginlegum sjóðum?

Það er annars athyglivert að lesa á síðu EuroRAP eftirfarandi - Making roads themselves safer provides some of the highest returns in terms of lives and money saved anywhere in the European economy. Look at Ireland, where in three years a systematic programme has cut national road deaths by 10 per cent. Small, well organised, targeted commitment not only saved lives and reduced crippling injury but delivered 1000 per cent return on investment


Þetta er hægt

Árið 1971 létust 1.213 í umferðinni í Danmörku. Tala látinna hækkaði frá ár til árs frá árinu 1946 en það ár létust 312. Frá árinu 1972 til og með 2006 hefur þessi tala lækkað jafnt og þétt og á árinu 2006 létust 298 í umferðinni í Danmörku. Það eru um það bil 20 sinnum fleiri bifreiðar í umferð nú en árið 1946. Það er hægt að fækka óhöppum og slysum í umferðinni! Þessar tölur sanna það. 

Umferðaröryggisvika

Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að þessi vika umferðaröryggis er runnin undan rifjum akstursíþrótta. Árið 1994 urðu tvö banaslys í Formúlu 1. Í kjölfarið leitaði FIA til ríkisstjórna víðvegar í Evrópu í leit að leiðum til að auka öryggi keppenda í Formúlunni. Sér til mikillar skelfingar varð forseti FIA þess áskynja að ekkert var þar að finna. Max Mosley forseti FIA fól því sínum mönnum að finna leiðir og útfæra þær í þágu almennings. FIA kom á fót árekstrarprófuninni EURO-NCAP og síðar vegaúttekt sem FÍB sinnir á Íslandi. FIA fékk á sínum tíma Gro Harlem Brundtland og Kofi Annan til þess að leggja umferðaröryggismálum lið og útkoman varð alþjóðlegt umferðaröryggisár á vegum WHO árið 2004.

Vonandi ber okkur gæfu til þess að gera þær lagfæringar á umferðinni sem er í okkar höndum og að lokum útrýma banaslysum og slysum með alvarlegum meiðslum. Það segir á síðu WHO að ROAD SAFETY IS NO ACCIDENT


Hlutfall látinna og alvarlegra slasaðra

Á undanförnum árum hef ég lesið margt og mikið um fórnir í umferðinni. Á þeirri yfirferð hef ég oft séð að þetta hlutfall er nálægt því að vera 10 alvarlega slasaðir fyrir hvern einn sem lætur lífið. Út frá því reiknast mér að það slasist alvarlega um það bil 5000 börn á hverjum sólahring. Það eru 3,5 börn á hverri mínútu. Vonandi verður þessi vika til þess að hver og einn hugsi um það hvað hann getur gert til að fækka þessum slysum.
mbl.is 1,2 milljónir manna láta lífið í umferðarslysum árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfi vega og gatna

Það er víða þannig að nánasta umhverfi vega og gatna er þannig að það skapar aukna hættu. Kantsteinar eru mismunandi og sumir þannig að rekist hjólbarði utan í þá, þá rífa þeir í hjólbarðann og taka stjórnina af ökumanni. Það eru ekki bara þeir á mótorhjólunum sem eru í hættu hvað þetta varðar heldur líka ökumann á bifreiðum. Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjir staðlar eru í notkun hvað varðar lögun kantsteina.
mbl.is Mótorhjól lenti á kantsteini og þeyttist upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fréttafluttningur

Nýlega kom það fram að losun CO2 hefur aukist í Reykjavík síðan 1999. Þar er talað um allt að 30 prósent aukningu. Nú er það þannig að fólki hefur á sama tíma fjölgað um ca 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hagvöxtur hefur verið um 3 prósent á ári. Fólksfjölgunin stendur því undir um það bil helming þessarar aukningar og með batnandi hag íbúanna fylgir óhjákvæmilega aukin hreyfing á fólki. Aukning CO2 losunar er í takt við hagvöxtinn en þegar tekið er tillit til fjölgunar íbúa á svæðinu má segja að aukningin hafi í raun verið mun minni en gera mátti ráð fyrir. Auðvitað má alltaf gera betur, en í heild hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki staðið sig illa í þessum málum eins og gefið er í skyn, síðan 1999.

Hvað er vistvæn bifreið?

Hvar liggja mörkin þegar meta á hvort bifreið er vistvæn eða ekki? Í sparaksturskeppni á vegum Atlantsolíu í fyrra var M Benz 180 CDI ekið 143 km. og eyðslan var aðeins 3,03 díselolíulítrar á hverja 100 km. Er sú bifreið vistvæn eða ekki? Ef þessi bifreið er vistvæn má þá leggja henni í Reykjavík án þess að greiða fyrir það?

Stóra bölið

Akstur undir áhrifum er eitt mesta bölið í umferðinni. Það má rekja um 40 prósent banaslysa til slíks ábyrgðarleysis og önnur brot á umferðarlögunum eru hjóm eitt. Það þarf stöðuga umræðu um þetta og það þarf að klingja á þessu aftur og aftur. Það ætti að ræða þetta í framhaldsskólum og benda á leiðir eins og að skiptast á að vera edrú og sjá um aksturinn. Einnig ættu menn að skilja lyklana eftir heima og nýta sér frekar leigubíla þegar farið er á skrall en ekki bara þegar farið er heim. Þeir sem aka á staðinn og fara heim með leigubíl þurfa jú að sækja bílinn daginn eftir hvort sem er. Hættum þessu og fáum bestu vini okkar til þess sama.
mbl.is Eftir einn ei aki neinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin bjarga

Nú eru þeir orðnir að minnsta kosti þrír þingmennirnir sem hafa prófað beltin. Þeir vita líka að umhverfi vega skiptir mál eftir að ökumaður hefur misst stjórnina. Það er gott að þeir sluppu með skrekkinn og vonandi fara þeir með þekkingu sína inn á Alþingi og berjast þar fyrir öruggari umferð. Það er kaldhæðnislegt að sá þingmaður sem hefur marg oft reynt að fá umferðarlögum breytt til hins verra skuli fylgja með á myndinni.
mbl.is Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullmótaður við 15 prósent

Íslendingar eru í eðli sínu jafnaðarmenn. Samfylkingin nálgast nú að vera fullmótaður. Flokkurinn verður fullmótaður þegar fylgið fer niður fyrir 15 prósent í kosningum. Annars er það nú magnað að fullmóta stjórnmálaflokk, þar með hefst stöðnunin og síðan molnar hann. Það eru sennilega talsvert fleiri jafnaðarmenn í Sjálfstæðisflokknum en í þessari fylkingu.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband