Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Óskiljanlegt

Hvaða bull er þetta? Aldrei dytti nokkrum karli það í hug að segja að það þyrfti karl til að koma á annarri stjórn en er. Eru konur betri en menn? Eða verri? Og til hvers þarf að koma að, því sem kallað er, jafnaðarmannastjórn? Hafa Íslendingar það ekki gott? Hefur hagur Íslendinga ekki batnað á liðnum árum? Kannski er það vegna þess að öfgafullir stjórnmálamenn hafa ekki fengið að stýra. En það er ágætt þetta endemis bull í þessu liði, það sýnir kjósendum hvað ekki á að kjósa.
mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala þessar tölur ekki sínu máli?

Í samantekt minni á slysatölum í umferðinni, byggt á tölum frá Umferðarstofu, sést að Höfuðborgarsvæðið að viðbættum Árnessýslu og Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu eru verstu svæðin á landinu. Fjörtíuogátta (48) prósent þeirra sem létust í umferðinni á árunum 1998 til og með 2006, létust á þessu svæði. Sextíuogsjö (67) prósent alvarlegra slasaðra og sjötíuogtvö (72) prósent þeirra sem slösuðust lítilsháttar, slösuðust á þessu svæði. Það má því ljóst vera að það er á þessu svæði sem bæta þarf vegina. Það er einfalt að rökstyðja að tveir þriðju vegafés ætti að fara í þetta svæði næstu árin.

Hraði, tími, framfarir

Árið 1904 kom fyrsti bíllinn til Íslands. Árið eftir komu fyrstu mótorhjólin. Þeim var ætlað að keppa við bíla, voru sögð fljótari í förum. Í auglýsingu um þessi mótorhjól kom fram að það tók aðeins 18 til 19 mínútur að fara til Hafnarfjarðar úr Reykjavík. Þetta var árið 1905. Í dag, árið 2007, tekur það 40 mínútur að fara sömu leið. Framfarir?

Byggjum yfir göngu og hjólastíga

Fyrr eða síðar mun það gerast. Það væri snilld að byggja yfir stígana með gleri þannig að þeir nýtist í alvörunni. Það mun gerst bara spurnig hversu fljótt.
mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök eða afleiðing

Sumir vísindamenn segja að aukning koltvísýrings í lofthjúpi jarðar orsaki hlýnun. Aðrir vísindamenn segja að hlýnun valdi því að magn koltvísýrings aukist. Það er erfitt fyrir leikmann að meta hvort er orsök og hvort er afleiðing. Grænir stjórnmálamenn nýta sér þessa óvissu, gera það í raun með hjálp fjölmiðlamanna sem eru viljugir til að færa okkur æsifréttir, og hamra á því að þetta sé hinum stjórnmálamönnunum að kenna.

Kenningin um að hlýnun valdi aukningu svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi, segir að það sé mismunandi útgeislun sólar sem öllu ræður. Orsökin er náttúruleg og afleiðingin óhjákvæmileg. Með öðrum orðum, við ráðum hér engu um. Ef þetta er rétt þá er mikill fjöldi fólks að vinna algjörlega ónauðsynlega vinnu. Öll vinnan sem fer í að berjast gegn losun CO2 á vesturlöndum er sem sagt eins og að moka sandi í poka, ganga með hann upp á næstu hæð í húsinu og hella honum niður um gat í gólfinu. Betra væri að þetta fólk legði vinnu sína í eitthvað sem skiptir máli.

Þér til fróðleiks, því mennt er máttur, þá er hér ýmislegt um þessi mál. Það tekur tíma að lesa og horfa á þær myndir sem þar er að finna en það er öllum hollt að skoða mismunandi kenningar.

Ótrúlega langt á eftir

Íslandingar eru ótrúlega langt á eftir öðrum löndum í þessum efnum. Í Danmörku hefur þessi háttur verið viðhafður um árabil jafnvel áratugaskeið. Hvað veldur því að Íslendingar telja það eftir sér að flokka sitt drasl? Erum við löt? Það hvarflar stundum að mér að þessi leti sé ein orsök umferðarslysa. Við nennum ekki að einbeita okkur við aksturinn. Sko mig mér tókst að koma umferðarmálum inn í þetta :):)
mbl.is Kröfur um minni urðun munu umbylta sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin bjarga

Ég ætla að leyfa mér að draga ályktun. Beltin bjarga.
mbl.is Ráðherrann slapp ómeiddur úr bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn

Í bók fyrirsætunnar, Waris Dirie, Eyðimerkur blómið, kemur fram að þessi svo kallaði umskurður er ekki neitt í líkingu við umskurð karla. Hér er verið að skera kynfærin af 6 ára stúlkum og skapabarmarnir saumaðir saman. Í bókinni kemur einnig fram að 6.000 stúlkubörn eru skorin með þessum hætti á hverjum degi. Til þess að kóróna viðbjóðinn kemur líka fram að þessum aðgerðum fer frekar fjölgandi en fækkandi. Ég skora á fólk að lesa bókina.
mbl.is Umskurn kvenna bönnuð í Erítreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algengt eða ekki

Hve margar konur á þessum aldri fara í hádegismat með vinkonum sínum og hve oft í mánuði. Hvað er drukkið með salatinu? Hvítvín?
mbl.is Ölvuð undir stýri með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið

Í skýrslu sem OECD gaf út kemur fram að áfengi hefur meir áhrif á ungt fólk en það eldra. Í skýrslunni er sagt: Compared to older drivers, young drivers crash risk increases at a much greater rate with each alcoholic drink consumed, and, thus, young, novice drivers should be subject to blood alcohol content (BAC) restrictions of no more than 0.2 g/l.

Þá kemur einnig fram: High levels of accompanied practice before licensing for solo driving, involving a variety of driving circumstances, will result in lower levels of fatalities. While at least 50 hours of prelicensing practice are recommendable, experience in one country showed that increasing this to about 120 hours reduced crashes in the two years following licensing by about 40%.

Því segi ég leggjum því lið að akstursíþrótta- og aksturskennslusvæði verði að veruleika á Suðurnesjum. Þar er unnið eftir stöðlum FIA og FIM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband