Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Merkilegur „óvart árangur“ í Bandaríkjunum
30.8.2008 | 18:08
Ný rannsókn bendir til að dauðsföll í umferðinni verði færri í ár í Bandaríkjunum en venjulega. Meginskýringin er sögð breytingar á akstursvenjum vegna metverðs á bensíni.
Sérfræðingar segja eina ástæðuna fyrir fækkun banaslysa í umferðinni þá að fólk hafi dregið mjög úr óþarfa bílnotkun, svo sem helgarferðum og kvöldrúntum sem séu áhættusamari en akstur á lítilli ferð um hábjartan dag á tepptum þjóðvegum. Að auki kemur hækkun bensínverðs verr við táninga og aldraða ökumenn en slysatíðni beggja hópa er há. Hafa þeir dregið umfram aðra hópa úr bílnotkun. Þá hefur akstur á dreifbýlis- og sveitavegum dregist ennþá meira saman en á öðrum vegum, en þar hefur slysatíðni verið hærri en á stofn- og hraðbrautum í þéttbýli. Loks hefur fjöldi ökumanna freistað þess að minnka bensínnotkun með því að aka hægar, sem hefur einnig dregið úr hættu í umferðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fíkniefni eru böl
25.8.2008 | 19:19
Svo virðist að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni, áfengi og lyf sem hafa áhrif á taugakerfið eru viðvarandi og vaxandi vandamál þegar kemur að akstri bifreiða.
Það virðis líka vera vaxandi vandamál þessi múgsefjun sem verður á blogginu þegar svona gerist.
Tvö vandamál sem bloggarar leysa alveg örugglega hratt.
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
er farið að ritskoða hverjir blogga við fréttir?
23.8.2008 | 13:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einlæg von um bata - beltin bjarga
23.8.2008 | 13:03
Tvö nýleg slys sanna svo ekki verður véfengt að beltin bjarga.
Það ætti að setja lög um að ekki verði hægt að aka bifreið hraðar en 8 km/kls. nema með beltin spennt í hverju því sæti sem setið er í. Tæknin er fyrir hendi.
Þetta er sem sagt áskorun á alþingismenn að setja slík lög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einlæg von um bata - beltin bjarga
23.8.2008 | 11:07
Tvö nýleg slys sanna svo ekki verður véfengt að beltin bjarga.
Það ætti að setja lög um að ekki verði hægt að aka bifreið hraðar en 8 km/kls. nema með beltin spennt í hverju því sæti sem setið er í. Tæknin er fyrir hendi.
Þetta er sem sagt áskorun á alþingismenn að setja slík lög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beltin Bjarga
22.8.2008 | 18:20
Heppnar að ekki fór verr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Arrrrgggggg - Umferðarstofa!!!!!!!!
14.8.2008 | 16:03
Ég var að hlusta á ráð Umferðarstofu varðandi akstur. Ráð við því hvað á að gera, missi maður hjól út fyrir malbikið.
Ráðið US er rangt - þeir segja: haltu ró þinni og beygðu rólega inn á malbikið aftur.
Rétt er að: halda ró sinni og dragðu úr hraða, rólega þó. Þegar hraðinn er orðinn þannig að ökumaður hefur fulla stjórn á aðstæðum - þá fyrst er í lagi að fara inn á aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað með mannfjölgun?
14.8.2008 | 10:43
Er ekki ástæða til þess að birta líka tölur um fjölgun fólks á svæðinu? Ef margir hafa flutt utan af landi hefur CO2 útblástur þá ekki minnkað þar? Er það ekki heildar talan sem skiptir mestu máli?
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað um 91%, Kópavogs um 76% og íbúum Hafnarfjarðar um 64%. Meirihluti íbúa þessara sveitarfélaga sækir vinnu í Reykjavík.
Á hverju eru þessar niðurstöður annars byggðar?
Útblástur hefur aukist um 54% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er víða pottur brotinn í sýslunni.
13.8.2008 | 10:35
Árin 1998 til og með 2007 létust í Árnessýlu 27 einstaklingar, 204 slösuðust alvarlega og 911 minnháttar. Í Reykjavík létust 24, 461 slösuðust alvarlega og 4828 minniháttar.
Segir boltann nú hjá Vegagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskar í þróttir
13.8.2008 | 07:31
Í þessari frétt fullyrðir Lárus Kjartansson, framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands, að glíman sé eina íslenska íþróttin. Það er ekki rétt.
Torfæran er alíslensk íþrótt. Hún hefur náð fótfestu í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku og síðast liðið haust var samþykkt hjá Norður-Evrópuráði í akstursíþróttum að keppt skuli í torfærunni á því svæði.
Íslenska torfæran hefur líka verið sýnd í sjónvarpi í rúmlega 80 löndum á árunum um síðustu aldamót. Þannig verður það líka fljótlega aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)