Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Skil ekki!!!
31.7.2009 | 21:36
Getur einhver sagt mér hvað þetta þýðir?
Bankinn og íslenska ríkið hafa komist að samkomulagi um skilyrta fjármögnun á Nýja Kaupþingi þar sem Kaupþingi gefst kostur á að eignast 87% hlutafjár gegn framlagi á 65% af heildarfjármögnun Nýja Kaupþings. Ríkissjóður leggur á móti fram 35% af heildarfjármögnun í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár og eignast 13% hlutafjár.
Hver á 87% í Nýja Kaupþingi þegar þetta er gegnið í gegn?
Búið að greiða út 57 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ný umferðarlög grein 56
31.7.2009 | 19:00
Greinin er í kafla X og er eina greinin í kaflanum. Hún er svona:
Bann við notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar í akstri.
56. gr.
Notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar.
Ökumanni vélknúins ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma án hand-
frjáls búnaðar. Jafnframt er ökumanni óheimilt að senda eða lesa smáskilaboð eða nýta
aðra notkunarmöguleika farsímans á meðan á akstri stendur.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um notkun annars fjar-
skiptabúnaðar, en greinir í 1. mgr., og svipaðs búnaðar við akstur, þ. á m. um bann eða
takmarkanir á notkun hans á meðan á akstri stendur.
Það er með ólíkindum hve margir eru að skrifa, lesa og senda SMS á meðan þeir reyna á sama tíma að aka bíl. Hér í Danmörku eru það 50% ökumanna! Á þessu verður að taka. Það er réttlætanlegt að hefja áróður gegn þessu strax, jafnvel þó það kosti krónur og aura á þessum síðustu og verstu tímum.
Hér þarf að huga að því að sumir farsímar eru -og aðrir verða með- GPS. Þann búnað er erfitt að banna notkun á um borð í bifreiðum.
Hér má sjá frétt á DR um málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að ekki fór verr
30.7.2009 | 05:09
Það er varað við því hér í Danmörku að leika sér með hjálminn á höfðinu. Það er líka varað við treflum þegar hjólað er. Það er margt sem er gott við ákveðnar aðstæður en ákaflega óheppilegt við aðrar. Í nýjum umferðarlögum segir:
76. gr.
Notkun barna á hlífðarhjálmi við hjólreiðar.
Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.
Ákvæði1. mgr. á ekki við þegar barn hefur fengið læknisvottorð, sem undanþiggur það notkun hlífðarhjálms af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.
Lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu samkvæmt 1. mgr.
Mér finnst merkilegt að ekki skuli allir vera skyldaðir til þess að nota hjálm þegar hjólað er. Eiginlega hugleysi hjá nefndarmönnum.
Átta ára stúlka hætt komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Ný umferðarlög grein 61
29.7.2009 | 12:18
Hún hljóðar svo:
61. gr.
Afturköllun ökuréttinda.
Útgefandi ökuréttinda getur afturkallað ökuréttindi, ef hlutaðeigandi fullnægir ekki lengur skilyrðum til að öðlast ökuskírteini.
Ef læknir telur að vafi leiki á því að handhafi ökuréttinda fullnægi skilyrðum b-liðar 2. mgr. 57. gr. skal hann gera trúnaðarlækni Umferðarstofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi. Eins fljótt og unnt er skal trúnaðarlæknir óska eftir því að hlutaðeigandi komi til læknisrannsóknar. Við þá rannsókn skal meta þá líkamlegu og andlegu þætti sem áhrif hafa á aksturshæfni og koma nánar fram í reglum sem ráðherra setur í reglugerð, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra og landlækni. Trúnaðarlæknir getur ákveðið að handhafi ökuréttinda fari í verklegt ökupróf að lokinni læknisrannsókn. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skipun trúnaðarlæknis Umferðarstofu, einn eða fleiri, hæfiskröfur þeirra o.fl., að höfðu samráði við heilbrigðisráðuneytið.
Nú fullnægir handhafi ökuréttinda ekki skilyrðum b-liðar 2. mgr. 57. gr. að mati trúnaðarlæknis Umferðarstofu, eða hlutaðeigandi neitar að taka þátt í læknisrannsókn eða prófi sem nauðsynlegt er til að taka ákvörðun samkvæmt þessari grein um hvort skilyrði til að mega stjórna ökutæki séu enn uppfyllt, og skal útgefandi ökuréttinda þá afturkalla ökuréttindin þegar í stað.
Sá sem sviptur hefur verið ökuréttindum um lengri tíma en eitt ár, öðlast eigi ökuréttindi að nýju að loknum sviptingartíma, nema hann standist próf í umferðarlöggjöf, akstri og meðferð ökutækis. Ökupróf má ekki fara fram fyrr en einum mánuði áður en sviptingartímabil rennur út.
Byrjandi sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn samkvæmt 58. gr. og sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið skv. 3. mgr. 109. gr. og staðist ökupróf að nýju.
Sá sem misst hefur ökuréttindi vegna sviptingar eða afturköllunar, skal afhenda lögreglunni ökuskírteini sitt.
Rétt er að vekja athygli á að læknum verður nú skilt að upplýsa um ástandi viðkomandi. Þetta er mikil bót í baráttunni við umferðarslys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný umferðarlög grein 15
28.7.2009 | 12:40
Hljóðar svo:
Hvar skal aka á vegi.
Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.
Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera svo langt frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem er á undan, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Þegar ökutæki er ekið á 60 km á klst. eða meiri hraða skal bil á milli ökutækja vera eigi skemmra en 50 metrar. Utan þéttbýlis skal ökutæki, sem háð er sérstökum hraðareglum samkvæmt 35. gr., auk þess vera svo langt frá næsta ökutæki á undan að þeir sem fram úr aka geti án hættu komist á milli þeirra.
Aka skal hægra megin við umferðareyju o.þ.h., sem komið er fyrir á akbraut. Þó má aka vinstra megin, ef það er gefið til kynna með merki eða ekið er á akbraut með einstefnuakstri.
Gott og vel. Ef ekið er á 60 km/kls. þá eru eknir 17 metrar á sekúndu. Það þýðir að það tekur 3 sekúndur að aka 50 metra, hálfan fótboltavöll. Það þýðir að ein akrein á vegi flytur að hámarki 1200 bifreiðar á klukkutíma. Mig grunar að það hafi farið framhjá nefndarmönnum að þessi regla dregur verulega úr afkastagetu umferðarmannvirkja.
Neyðarhemlun á malbiki á 90 km/kls. í 0 km/kls. er 30 til 40 metrar, jafnvel styttri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Getgátur eða eru til tölur um þetta?
23.7.2009 | 12:22
Sigurður Helgason segir í þessari frétt:
Algengt sé að slík slys verði þar sem malbik endar og malarvegur tekur við, en þá athugi margir ekki að draga þurfi úr hraðanum þegar á mölina er komið.
Eru til tölur sem staðfesta þetta eða er þetta bara ágiskun hjá honum?
Það er merkilegt að þó margoft hafi verið bent á að í handbókum flestra ef ekki allra bíla sem fluttir eru til Íslands segir að ABS bremsukerfi virki ekki á malarvegum, holóttum vegum og í snjó og krapa, þá vilja fæstir kannast við að það gæti verið frumorsök eða upphaf að atburðarás sem endar með slysi. Það er leikur einn að sanna að ABS er í raun stórhættulegt á Íslenskum malarvegum.
Banaslys útlendinga oft af svipuðum meiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Aldur þeirra sem fá prófskírteini til þess að aka bifreið.
23.7.2009 | 09:36
Mér hefur lengi verið umferðaröryggi hugleikið. Í víðasta skilningi á það við um alla umferð, hvort sem er gangandi, hjólandi eða akandi, farþegi eða ökumaður. Ég trúi að ná megi þeim árangri að hvorki verði bani af né svo alvarleg meiðsl að örkuml hljótist af. Það er hins vegar margt sem þarf að falla á réttan hátt svo þannig verði. Umhverfi vega, tæknibúnaður bíla og síðast en ekki síst skynsemi í reglum sem lúta að akstri bíla.
Nú eru á leið til þingmanna drög að nýjum umferðarlögum. Margt er þar gott, sumt vantar þar en í einu máli finnst mér þeir sem hafa samið þessi drög hafi valið ódýru leiðina.
Að hækka aldur þeirra sem mega aka bifreiðum á vegum landsins í 18 ára er að mínu mati röng leið. Ísland er stórt og fábýlt og illmögulegt að komast leiða sinna án bíls á mörgum stöðum.
Í drög þessi vantar einnig tillögur að þrepaskiptingu á ökuleyfum hvað varðar afl bifreiða.
En úr því að ég tel hækkun ranga leið hvað þá? Eigum við að standa í stað og hjakka í sama farinu? Nei, alls ekki. Við eigum að gjörbreyta hugsun í þessum málum.
Ökutæki þarf að hæfa getu þess sem ekur. Þar skiptir stærð, afl og þyngd mestu máli.
Við eigum að lækka aldurinn í 16 ára en 15 ára fá að hefja ökunám. Eftir þriggja mánaða nám verður hægt að fá æfingaleyfi. Standist 16 ára strangt próf þá fær hann sólópróf á bíl. Það ökuleyfi á að gilda í hans svæði til dæmis Garðabæ, (skipta á Hafnarfirði í tvö svæði, Kópavogi í tvö og svo framvegis). Viðkomandi ökumaður má eingöngu aka á daginn frá 07 til 22. Hann má eingöngu aka smábíl. Hann skal alltaf aka með stórt L (lærlingur) á hliðum bílsins. Svæðin verða litamerkt til þess að auðvelda eftirlit. Eftirlitið skal að hluta fara fram með SAGAsystem eða TrackWell Floti sem sveitarfélögin ættu að útvega foreldrum barna, á aldrinum 16 til 18 ára.
Sjálft ökuprófið verður áfram miðað við 17 ára. Þó á ekki að veita 17 ára réttindi nema þeir hafi fyrst ekið í 3 mánuði með sólópróf. Sólópróf 17 ára má ná yfir stærra svæði en 16 ára. Það á að setja takmarkanir á afl vs. þyngd þeirra bíla sem viðkomandi fá leyfi á. Hugsanlega ætti að skilyrða prófið við ákveðna bíla. Takmarkanir á farþegafjölda eru af hinu góða en aftur verðum við að huga að staðháttum á Íslandi svo og slökum almenningssamgöngum áður en við fylgjum slíku eftir.
Tilgangur með þessu er að skapa möguleika á einhverri aðlögun að því lífi sem fólk lifir þegar það fullorðnast og færir sig úr foreldrahúsum. Umferðin má ekki vera í hugum fólks einhverskonar ótakmarkað frelsi þar sem unglingar sleppa undan eftirliti foreldra. Hægt og rólega, þekking og reynsla er lykillinn að góðum árangri.
Þessu til viðbótar er rétt að nefna að finna má á veraldarvefnum tillögur mínar um að umferðarfræðsla eigi að vera hluti skólanáms frá upphafi skólagöngu. Það á einnig við um verklegar æfingar á bílum sem henta hverjum aldri. Ökukennarar eiga að koma að þeirri kennslu.
Skrifað í þeirri von að þetta verði lesið í rólegheitum og með athygli, Birgir Þór Bragason
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hveragerði - Selfoss. Mun slysum fjölga?
17.7.2009 | 07:55
Á vefsíðu FÍB er frétt sem segir frá rannsóknum á gagnsemi umferðareftirlits með myndavélum. Þar segir:
Hraðamyndavélar sem valda slysum
- aftanákeyrslum fjölgar
Í annari frétt á vef FÍB kemur fram að nú er verið að setja upp myndavélar við veg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss.
Ég geri ráð fyrir að FÍB muni fylgast mjög náið með því hvort slysum fjölgi í kjölfarið. Ég ætlast meira að segja til að FÍB gera það. Ef ekki þá er fréttaflutningur FÍB ekki marktækur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki vegrið
17.7.2009 | 05:25
Stakk af frá umferðaróhappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki marktækar upplýsingar um umferðaróhöpp.
15.7.2009 | 20:56
Í skýrslunnni sem hægt er að nálgast neðan fréttarinnar setndur á blaðsíðu tvö:
Upplýsingarnar eru unnar með hliðsjón af skráðum tjónum hjá Sjóvá og umreiknaðar út frá markaðshlutdeild gagnvart öðrum tryggingarfélögum. Samantektin náði eingöngu til tjóna sem bætt eru úr ábyrgðartryggingu bíla.
Það er þessi síðasta setning sem segir manni að þetta er ekki marktæk skýrsla um fjöld umferðaróhappa.
Vilja nýta dauða tímann undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)