Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Trúi á sakleysi

Ég trúi á sakleysi. Getur verið að þessi glæpur hafi ekki verið framinn? Getur verið að einhver hafi skáldað þessa sögu?


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt

Ég vil benda á þessa færslu.
mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing

Undanfarna daga hafa þó nokkrir látið að því liggja á bloggsíðum sínum að akstursíþróttamenn séu fíklar. Því hefur einnig verð haldið fram að akstursíþróttamenn hafi haft í hótunum við viðkomandi. Illt er ef satt er. Það er spurning hvort akstursíþróttafélögin eigi að eltast við þessar ávirðingar á félagsmenn sína og ef sannar eru finna þá seku og taka á þeim samkvæmt þeim reglum sem við eiga. Mér segir þó svo hugur að ekki sé við íþróttamennina að sakast heldur einstaklinga sem ekki eru í íþróttafélögum.

Hraðafíklar er orð sem sumir þessara bloggara vilja festa við akstursíþróttamenn og það í mjög neikvæðri merkingu. Í þessu sambandi velti ég því fyrir mér hvort aðrir sem stunda íþróttir þar sem hraðinn skiptir máli verði líka stimplaðir fíklar. Skíði, kappreiðar, siglingar, spretthlaup og hjólreiðar koma í hugann. Á að láta þetta sem vind um eyru þjóta eða á að svara þessu?

Þessi skrif eiga það sameiginlegt að tengjast umferðaröryggismálum. Skuldinni er skellt á akstursíþróttamenn í fyrstu, en flestir sem hafa gert það hafa séð að sér og reynt að draga orð sín til baka. Lesendum er kennt um. Þeir eiga að hafa misskilið skrifin, ekki hafi verið átt við íþróttamennina heldur einhverja aðra. Á bloggsíðum sem haldið er úti af sama einstaklingi, bæði á mbl.is og visi.is, er sagt að tveir bloggarar hafi „orðið fyrir aðkasti og hálfgerðum hótunum af hálfu bifhjóla- og akstursíþróttamanna vegna skrifa sinna gegn ofsaakstri.“ Hvað síðuskrifari hefur fyrir sér í því að akstursíþróttamenn hafi verið hér að verki veit ég ekki, en eins og áður sagði, illt er ef satt er.

Því miður er það svo að ólöglegur kappakstur er stundaður á Íslandi. Slíkt er ekki á vegum íþróttafélaga. Þau hafa á síðastliðnum 30 árum átt gott og farsælt samstarf við fjölmarga aðila varðandi skipulagningu og framkvæmd löglegra akstursíþróttamóta. Það hafa þau gert í samræmi við lög og reglur.  Bæði íslensk lög og lög og reglur FIA, alþjóðasambands akstursíþróttafélaga. Fyrir rúmum tuttugu árum setti FIA þær reglur að rallýbílar mættu ekki vera meira en 300 hestöfl. Það var gert af öryggisástæðum, því reynslan hafði kennt mönnum að bestu ökumenn í heimi réðu ekki við meira afl. Í dag er svo komið að framleiðendur bíla, fjöldaframleiða slík tæki (án öryggisbúnaðar eins og í keppnisbílum) og slíkir bílar eru löglegir á Íslandi, fyrir nýliða meira að segja. Þarna hafa ráðamenn, ekki þó eingöngu á Íslandi, sofnað rækilega á verðinum. Sú staðreynd að hundruðir bifreiða jafnvel þúsundir, með slíkt afl í vélarsalnum, eru í notkun eða misnotkun hjá reynslulitlum ökumönnum er mér mikið áhyggjuefni. Ofsaakstur er auðveldur á slíkum bílum.

Akstursíþróttafélögin hafa tæki til þess að taka á slíkum akstri félagsmanna sinna og það gera þau ef þurfa þykir. Áminningar, fésektir, brottvísanir úr keppnum, útilokanir frá keppnum og allsherjar bann við þátttöku í íþróttinni sem og öðrum íþróttum undir hatti Alþjóðaólympíusambandssins eru viðurlögin samkvæmt lögum og reglum íþróttarinnar. Undir slík lög gangast þeir sem ganga í akstursíþróttafélög. Ég fullyrði að það er meiri agi innan akstursíþróttamanna en hins almenna ökumans í íslensku samfélagi.

Löglegt

Það er mál til komið að það verði löglegt að kenna akstur með þessum hætti. Það viðurkenna allir að mennt er máttur, en þegar kemur að akstri þá kveður við annan tón. Breytum lögum þannig að það verði löglegt að kenna barninu sínu á þeim stöðum þar sem það ógnar ekki lífi eða limum. Sá er þetta skrifar lærði á bíl 10 ára og kannast ekki við að hafa orðið meint af.
mbl.is 11 ára drengur undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi skilja ráðherrar ábyrgð sína

Ég hvet alla ráðherra til þess að taka þessa göngu alvarlega. Í Læknablaðinu 5. tölublaði árið 2000 er þetta

Umferðarslys eru stórt heilbrigðisvandamál Rætt við yfirlæknana Brynjólf Mogensen og Stefán Yngvason um aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna fjölgunar umferðarslysa

Síðan eru liðin sjö ár og ástandið versnar og versnar. Það þarf að taka á þessu máli af alvöru og festu.


mbl.is Ráðherra hvetur fólk til að taka þátt í göngu gegn slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 = 1.200

Þrjúhundruð hestöfl er afl á við 1.200 fullvaxna íslenska karlmenn. Það er einfaldlega allt of mikið fyrir nýliða. 1.200 eru 100 knattspyrnulið hvert og eitt með varamann.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veldur?

Ég hef áður benta á fjölgun árekstra hér á þessu bloggi. Ég hef áður spurt hvað veldur? Ég hef meðal annars bent á Bústaðaveginn. Ég hef líka bent á að sveitastjórnir ættu að láta til sín taka, ekki bara bíða eftir því að ríkið kippi þessu í lag. Ég hef líka talað um söfnun tölulegra gagna. Nú hefur alvarlegum umferðarslysum fjölgað um 60 prósent miðað við árið í fyrra. Var árið í fyrra með fáum alvarlegum slysum, eða er hér um verulega fjölgun að ræða miðað við 10 ár? Fjörtíu og átta alvarleg slys það sem af er árinu. Eru til upplýsingar um tegundir þessara slysa og ef svo er eru þær upplýsingar aðgegnilegar? Hvers konar slys eru þetta? Hvar urðu þau? Ef við ætlum að bregðast við þá verðum við að vita hvað er i gangi. Það er of lítil umræða um þessi slys, orsakir þeirra og afleiðingar. Auðvita væri gott að losna við ofsaaksturinn, en er svo mikil áhersla á hann í fréttum að allt annað liggur í þögninni? Hvers konar slys eru þessi 48? Eru þau kannski enn fleiri? Hvaðan eru þessar tölur? Hvað segja tryggingafélögin? Hvað segja skráningar bráðadeilda? Og svo ein spurning að lokum, hver heldur utan um þessar tölur? Slysaskrá Íslands sem skráir ekki nema 50 prósent slysa á Íslandi?
mbl.is Alvarlegum umferðarslysum fjölgar mikið milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrsetning

Ég mæli með að lögreglan fái heimild til þess að kyrrsetja bifreiðar við of hraðan akstur rétt eins og bifreiðar eru kyrrsettar þegar ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur en þó undir refsimörkum. Lyklar yrðu þá gerðir upptækir í allt að sólahring.
mbl.is Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Helgu Sigrúnar Harðardóttur

Sæl Helga. Þú hafnar því alfarið að samfélagið komi að byggingu akstursíþróttasvæðis. Það gerir þú með vægast sagt undarlegum rökum. Þú segir að ef ríkið komi að slíkri byggingu þá sé verið að svara kröfum manna sem hafa hótað lögbrotum verði ekki farið að kröfum þeirra.

Akstursíþróttamenn hafa í áratugi óskað eftir réttlátri og sanngjarnri aðkomu ríkis að byggingu akstursíþróttasvæða. Óskir þeirra eru mun eldri en þær kröfur sem þú hefur til umfjöllunar í skrifum þínum. Þú ræðst óvart á stóran hóp akstursíþróttamanna, óvart segi ég því þú segir líka að þú hafir ekkert á móti akstursíþróttum. Það að þú hafnar því alfarið að ríkið komi að byggingu akstursíþóttasvæða er að ráðast á þann hóp.

Samfélagið er í skuld við akstursíþróttamenn. Þeir hafa lagt gríðarlega mikið til samfélagsins í formi gjalda af leiktækjum sínum og enn stærra er framlag þeirra til umferðaröryggis. Íslenskir akstursíþróttamenn eru hluti af FIA, alþjóðasambandi íþróttarinnar, og framlag þess til öruggari bifreiða og öruggari vega er næstum því ómetanlegt. Vegna vinnu þeirra samtaka á liðnum árum eru bílar í dag mun öruggari tæki en fyrir 10 árum. Það gagnast samfélaginu. Nýlega hóf FÍB, í samvinnu við samgönguyfirvöld, úttekt á öryggi vega á Íslandi. Það framtak lofa þingmenn. Það á eftir að skila samfélaginu öruggari vegum. Úttektin er runnin undan rifjum akstursíþróttamanna.

Ég skora á þig að auka þekkingu þína á akstursíþróttum, skipulagi og uppbyggingu þeirra, áður en þú ruglar aftur saman íþróttamönnum og afbrotamönnum.


Gott að þau eru á batavegi

Ég vil hinsvegar gera athugasemd við fréttina sjálfa. Þau voru í ólöglegum kappakstri en ekki í kappakstri, á því er regin munur. Það er líka varla hægt að kalla þetta slys, það væri varla kallað slys ef maður með haglabyssu skyti fólk við ólöglegan leik sinn með byssuna inn í miðri Reykjavík.
mbl.is Farþegar bílslyss á Mýrargötu á batavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband